Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 64
30
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
lög þau, er alþingi hafði sett, að
hann hefir eigi sjálfur getað skapað
lög, og að starfsemi hans því eigi
er hliöstæð starfsemi hins róm-
verska prætors. Hinnsvegar hefir
þessi tilhögun haft mikil áhrif á það
form sem lögin geymdust í. Lög-
sögumaðurinn hefir raðað efninu
niður og framsetning hans hefir orð-
ið með persónulegum blæ og sjást
þessa hvorttveggja merki í hinum
rituöu lögum, er geymst hafa til síð-
ari tíma. Með þessum hætti geymd-
ust lögin í minni manna. Laga-
þekking var mjög mikils metin og
ungum mönnum var komið fyrir
hjá lögspökum mönnum til að nema
þar lögvísi. Eptir því sem tímar
liðu og löggjöfin varð umfangsmeiri
hlaut lögsagan að verða örðugri.
Því var það, er landsmenn höfðu
lært ritlist, að lögin urðu eitt hið
fyrsta sem fært var í letur. Árið
1117 samþykkti alþingi að fela nefnd
manna að færa lögin í letur. Nefnd-
in starfaði að þessu verki næsta
vetur og lagði alþingi samþykki sitt
á verk hennar árið eptir, 1118. Lög-
bókin, sem nefndin skráði, var nefnd
Hafliðaskrá eptir einum nefndar-
mannanna. Hún er nú eigi lengur
til, en ætla má að hún hafi að form
inu til verið bókfærð lögsaga, enda
var henni fyrst og fremst ætlað að
vera grundvöllur lögsögunnar fram-
vegis. Nokkrum árum síðar var
kristinréttur landsins færður í let-
ur að tilhlutun biskupanna Þorláks
í Skálholti og Ketils að Hólum. Af
lögbókum þessum hafa síðan ýmsir
menn látið gjöra sér eptirrit, og þá
bætt við nýjum lögum og fellt niður
þau sem úr gildi voru gengin. Urðu
þannig smátt og smátt til mörg
liandrit af lögunum. Handritum
þessum bar vitanlega eigi ávalt sam-
an og því voru sett lög um það á
alþingi hvernig að skyldi farið ef
liandritin greindi á. Af handritum
þessum hafa tvö varðveist til vorra
tíma, að mestu leyti heil, og auk
þess brot úr nokltrum öðrum. Aðal-
handritin tvö eru rituð um og eptir
1250. Þó að þau þannig séu rituð í
lok lýðveldistímans, þá má samt
ætla að þau geymi rétt lýðveldisins
í öllum aðalatriðum eins og hann
var um miðja 12. öld og í annan stað
að í þeim hafi varðveist allur meg-
inþorri laga þeirra, er í landinu giltu
á þeim tímum. Lagasöfn þessi eru
einu nafni nefnd Grágás, nafn sem
þau eru nefnd þegar um miðja 16.
öld, en annars eigi hefir fengist
fuilnægjandi skýring á. Öll þessi
handrit liafa verið gefin út í vönd-
uðum, kritiskum útgáfum af Vil-
lijálmi Finsen (Kaupmannahöfn ^
1852, 1879 og 1883).
Grágás er yfirgripsmesta laga-
safnið er nokkur forngermönsk þjóð
hefir látið eptir sig á sínu eigin
máli. Efni hennar tekur til allra
sviða réttarins, einkaréttar (civil
law), réttarfars, refsiréttar og op-
inbers réttar (public law). En ís-
lendingar voru bandaþjóð, er lifði
nær eingöngu á landbúnaði, og fyr-
ir þá sök er löggjöf þeirra fábreytt
borin saman við löggjöf hinna marg-
brotnu þjóðfélaga nútímans. Verzl-
un og siglingar voru að mestu leyti
í höndum útlendinga á síðari hluta
lýðveldistímans. Því gætir verslun-
ar- og siglingaréttarins lítt í Grá-
gás. Þó eru þar nokkur ákvæði um