Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 67
STJÖRNARSKIPUN OG LÖG
33
liafa að lögum gagnkvæmar skyldur
og rétt til að aðstoða hvern annan.
í fjöldamörgum efnum var manni
nauðsynlegt að lýsa einhverjum
staðreyndum opinberlega. Og opt-
ast var honum þá nóg að lýsa því
fyrir nágrönnum sínum. Honum
var rétt að lýsa þessu fyrir þeim og
þeim skylt að taka við lýsingu hans
og votta um hana síðar, ef á þurfti
að halda. Ef fremja þurfti skipt-
ingargjörð eða matsgjörð, voru
það venjulegast nágrannarnir, sem
þær gjörðu. En aðalþýðingu sína
hafði grendin þó í réttarfarinu. í
dómsmálum var kviðurinn (jury)
það sönnunargagn, er mest var not-
að. Algengasti kviðurinn var hinn
svonefndi búakviður þ. e. kviður
samsettur eptir atvikum af ná-
grönnum sækjanda eða verjanda,
(heimiliskviður) .mönnum er bjuggu
í grend við stað þann er tiltek-
inn atburður hafði gjörst á (vætt-
vangsbúar) eða við land það sem
um var að ræða (landbúar). Það
var almenn þegnskylda að sitja í
kvið. Kviðurinn dæmdi eigi málið,
hann var aðeins sönnunargagn.
Kviðmennirnir áttu að segja af eða
á um atriði það sem undir þá var
borið, og réði meirihlutinn ef þá
greindi á. Málflutningur fór eng-
inn fram fyrir kviðnum og eigi voru
sönnunargögn borin fyrir hann.
Kviðsmennirnir þurftu eigi að hafa
persónulega séð eða heyrt atvik þau
er þeir báru um, en þýðing kvið-
burðarins byggist þó sýnilega á því
almennt, að kviömönnunum væri
kunnugt um atvik, sem gjörst höfðu
í grend við þá, og um almennings-
álitið þar um þau atvik. Er þetta
atriði eitt af höfuðsérkennum rétt-
arfars Grágásar. Hér skal eigi um
það rætt livort nokkuð samband eða
skyldleiki sé milli kviðarins íslenska
og enska tylftardómsins (Jury).
Ef lýsa ætti anda lýðveldislag-
anna þá yrði það lýsing á anda forn-
germansks réttar. Það sem skiiur
Grágás og lög frændþjóða Íslend-
inga á sama tíma er ekki mismun-
andi andi, ekki mismunandi megin-
hugsanir eða aðalstefnur, heldur
mismunandi þroski. Grágás er yfir-
leitt yngri en þau. Fyrst og
fremst að formi til. Ákvæði Grá-
gásar eru orðuð almennar og eigi
eins kasuistisk eins og tíðast er í
öðrum forngermenskum lögum.
Þau eru jafnframt líka rökfastari og
skýrari yfirleitt. En á hinn boginn
gætir þar minna hinna snjöllu, al-
þýðlegu spakmæla sem einkenna
lagastílinn hjá sumum öðrum forn-
germönskum þjóðum. Grágás hefir
yfirleitt á sér lærðari blæ, sem efa-
laust stafar af því að hún er frekar
löggjöf en ritfesting venjuréttar. Að
efni til eru ákvæði Grágásar og
víða nýrri en annarsstaðar þekk-
ist um þær mundir. Hér er
eigi rúm til að rekja þau áltvæði til
neinnar hlítar. Aðeins skuiu til
dæmis nefnd þessi 3 atriði úr refsi-
réttinum. Grágás gjörir glöggan
nxun á vangá og tilviljun, liún lætur
hvatanxann til glæpa sæta sönxu
refsingu og þann er glæpinn frenxur
og hún lætur tilraun til bi’ota al-
mennt varða refsingu. í öllum
þessuixx ati’iðuixx er hún í fullu
saixxrænxi við refsirétt nútínxans
og langt á undan sínunx tínxa.