Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 70
36
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
en það, í hverju menn telja sæluna
fólgna, hvern þeir telja sælan. Eg
skal því byrja á því, að líta á þau tvö
erindi Hávamála (8. og 9. erindi), er
segja það berum orðum, hver sé
sæll:
Hinn er sæll,
er sér um getr
lof ok líknstafi;
ódælla er við þat
er maðr eiga skal
annars brjóstum í.
Sá er sæll,
er sjalfr um á
lof ok vit meðan lifir;
þvíat ill ráð
hefr maðr opt þegit
annars brjóstum ór.
Svo sem ég liefi fært ástæður
fyrir á öðrum stað, held ég, að hér
beri ekki að taka orðið lof í merk-
ingunni hrós, heldur merki það leyfi,
eins og þegar talað er um “lof og
bann’’ eða “að ráða lögum og lof-
um’’. Að geta sér lof eða eiga sjálf-
ur lof, er þá að vera sjálfráður,
frjáls athafna sinna. “Sjálfr leið
sjálfan þik’’ (Grógaldr 6) var hug-
sjón forfeðra vorra, og kemur vel
heirn við það, að telja sjálfræðið
fyrsta skilyrði sælunnar og betra að
ráða sjálfur búi, hve vesalt sem er,
en að þurfa til annara að sækja:
þótt tvær geitr
eigi ok taugreptan sal,
þat er þó betra en bæn. (36)
Sjálfræðið er því fyrsta skilyrði sæl-
unnar, en þar næst “h'knstafir” eða
“vit”. “Stafir’’ merkja þarna
þekkingu; ‘líknstafir” eru sú þekk-
ing eða speki, sem til líknar má
verða, þau hyggindi, sem í hag
koma, og eru því í rauninni sama og
“vit’’ í síðara erindinu. Bæði erind.
in eru nálega sama efnis og bæði
leggjá þau áherzlu á það, að “betra.
er hjá sjálfum sér að taka en sinn
bróður að biöja”.
Vér skulum sem snöggvast líta
betur á þetta tvennt, er Hávamál
telja frumskilyrði sælunnar. Pyrst
er sjálfræðið. Enginn getur náð
fullum þroska og notið sín til fulls,
ef hann er ekki sjálfum sér ráðandi,
heldur verður að sækja leyfi til ann-
ara. Með sjálfræðinu fær maður-
inn fyrst þann veg og vanda, sem
æðstur er, að velja og hafna sjálfur
og bera fulla ábyrgð gjörða sinna..
En sjálfræðið eitt er ekki nóg. Til
hvers er að vera sjálfráður ferða
sinna, ef maður kann ekki fótum
sínum forráð? “Vits er þörf’’ (5).
Vitið er ljós á vegum vorum og
lampi fóta vorra. Það er hæfi-
leikinn til að skilja ný viðfangsefni,
átta sig á því, sem maður kann ekki
tökin á, finna leið þar sem vandrat-
að er:
Vits er þörf
þeim er víða ratar,
dælt er heima hvat.
Heima er allt auðvelt. Þar hefur
maður smám saman lært tökin á
öllu, lært þau af dæmi annara. Til
þess þarf lítið vit. Þess vegna er
heimskt heimaalið barn.
Höfundi Hávamála verður hlýtt
i'm hjartarætur, er hann minnist á
vitið: