Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 75
LÍESSKOÐANIR ÍSLEN-DINGA TIL FORNA
41
Befcur er eigi unnt að taka fram,
að umbúðirnar eru lítils virði,
innihaldið aðalatriðið:
Hví skal ei bera höfuð hátt
í heiðurs fátækt, þrátt fyrir allt?
Koma á þingið og leggja sitt til mál-
anna, þó að klæði og skæði séu
■ekki sem bezt? En “þveginn” á
maður að vera, því að annað væri
virðingarleysi jafnt fyrir sjálfum sér
og öðrurn—“ok mettr.’’ Sumir hafa
haldið að þar ætti að standa
“kembdr." Það má vel vera, eii hitt
þykir mér líklegra, að höfundurinn
viiji, að menn komi mettir til þings
af sömu ástæðu og hann ræður
mönnum að eta dögurð seint, þegar
þeir ætla í samsæti, svo að ekki fari
•eins og þar segir:
sitr ok snópir
lætr sem sólginn sé
ok kann fregna at fáu. (33)
Höfundurinn þekkir manneðlið
nógu vel til að vita, að enginn nýt-
ur sín eða ber höfuðið hátt með
soltinn maga, og hann kannast við
það.—
En um meðferð auðsins gefa
Hávamál þessa frjálsmannlegu
reglu:
Féar síns,
er fengit hefr,
skylit maðr þörf þola:
opt sparir leiðum
þats hefir ljúfum hugat;
mart gengr verr en varir. (40)
Lífernisreglur Hávamála eru allar
miðaðar við afleiðingar breytni
vorrar í þessu lífi. Siðfræði þeirra
styðst ekki við neina trúarskoðun,
heldur eingöngu við manneðlið,
eins og það birtist í reynslu vorri.
Lífið veröur því fullkomnara sem
vér fylgjum betur boðum skynsem-
innar og gætum þess mundangs
hófs, sem er einkenni sannrar heil-
brigði. Sá, sem þannig lifir, getur
verið “glaðr ok reifr — unz sinn
bíðr bana.” Hann veit að vísu, að:
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr hit sama;
en — orðstírr
deyr aldrigi
hveim er sér góðan getr. (76)
Orðstírinn er afleiðing manngildis-
ins og framhald þess. Með honum
verður líf manns, þegar hann er
sjálfur liðinn, starfandi afl í lífi kyn-
slóðanna, öld eftir öld. Með því að
lifa sjálfum sér, þ. e. í samræmi við
það, sem bezt er og heilbrigðast í
eðli manns, lifir maður öðrum um
ókomnar aldir. Mitt og þitt verður
alt eitt, þegar um hin varanlegu
gæðin er að tefla.
“Hið frjálsa afl” og “liið lækn-
andi vizku-orð,” “eldingin,” “lof ok
líknstafir,” “brandr af brandi
brenn,” kemur alt í sama stað nið-
ur. Orðstírinn, sem aldrei deyr, er
sá andans eldur, er tendrast af
dæmum mikilmenna.—
Eitt er nú, hvernig Hávamál líta
á gildi lífsins og markmið þess, ann-
að skoðun þeirra á mönnunum al-
mennt. Þar kemur mér jafnan í
hug orð Bjarna Thorarensens til
kunningja síns: