Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 78
44
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
Aðdáanlegur er skilningur Háva-
mála á því hvað til þess þarf, að
vináttan haldist, þegar menn eru
einu sinni orðnir vinir. Grundvall-
arreglan er einföld. Hún er: jöfn-
uður. “Glík skulu gjöld gjöfum.”
“Viðrgefendr erusk vinir lengst’’
(41). “Geði skaltu við þann blanda
ok gjöfum skipta, fara at finna opt.”
(44).
—Þvíat hrísi vex
ok hávu grasi
vegr, er vetki treðr. (119).
“Hlátr við lilátri skyli höldar taka”
(42). “Vápnum og váðum skulu
vinir gleðjask, þat er á sjálfum
sýnst” (41). Þó þurfa gjafirnar
ekki alltaf að vera stórar (52). í
stuttu máli: Vináttan heimtar end-
urgjald, jöfnuð, hergmál í fljótu
bragði kann þetta allt að virðast
hversdagslegar verzlunarreglur og
ekkert annað, en höfundurinn veit
vel hvað hann er að fara. Vinátt-
an, eins og hvert annað hugarþel,
lifir og nærist af athöfnunum.
Mönnum er eiginlegt að fórna ein-
hverju fyrir þá, sem þeir unna, og
hins vegar fer mönnum, eins og Ar-
istoteles hefir fyrir löngu sýnt, að
þykja vænt um þann, sem
þeir fórna einhverju fyrir. Sá,
sem gefur vini sínum gjöf, glæð-
ir þar með hjá sjálfum sér vinarþel-
ið til hans, og hinn gerir eins með
því að gefa á móti. Sá, sem þigg-
ur án þess að gefa aftur, verður
minni vinur eftir en áður. Eigi vin-
áttan að haldast, verður að vera
jafnt á báðar hliöar. Einmitt af því
að vináttan lifir á verkunum, eru
vopn og klæði svo góðir gripir til
gjafa — “þat er á sjálfum sýnst’’ —
þau skarta á manni sjálfum og eru
þannig sýnilegur vottur og minning
um gefandann og vináttuna og
halda henni þar með við.
í því að blanda geði við vin sinn
er fólgin fullkomin hreinskilni og
þar með að segja honum til synd-
anna, ef þörf gerist: “era sá vinr
öðrum, er vilt eitt segir” (124)
kenna Hávamál. Jafnframt á mað-
ur aldrei að verða fyrri til að slíta
vináttunni (121). En þar af leiðir,
að “óvinar síns skyli engi maðr
vinar vinr vera,” (43) því að þar sem
tveir menn standa á öndverðum
meiði, er ekki unnt að fylgja báð-
um að málum, heldur verður að
velja á milli og þar með bregðast
öðrum hvorum. Og þar sem vin-
áttan er einskonar sifjar og sálufél-
ag, ríður á að velja sér góðan mann
að vini:
Góðan mann
teygðu þér að gamanrúnum
og nem líknargaldr meðan þú
lifir. (121)
Vinátta vondra manna stendur
skamma stund:
Eldi heitari
brennr með illum vinum
friðr fimm daga,
en þá sloknar,
er hinn sétti kemr
ok versnar allr vinskapr. (51)
Mörgum mun virðast kaldrifjuð
reglan, sem Hávamál gefa um þann
vin, sem maður trúir illa: