Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 79
LIFSSKOÐANIR ISLENDINGA TIL FORNA
45
Þat er enn of þann
er þú illa trúir
ok þér er grunr at hans geði,
hlæja skaltu við þeim
ok um hug mæla,
glík skulu gjöld gjöfum.
(46, sbr. 45)
En í raun og veru er þetta bein af
leiðing af reglunni um, að verða
aldrei fyrri til að slíta vináttu. Ann-
aðhvort verður að segja manninum
að fyrra bragði hvað maður hugsar
um hann, gera hann þar með að
fjandmanni sínum og verða “fyrri
að flaumslitum,” eða þá að sýna
honum vingjarnlegt viðmót, sem þá
verður jafn ósatt og hans. En hann
hefir þá ekki yfir neinu að kvarta,
því að “glík skulu gjöld gjöfum.’’
Þannig eru Hávamál hér sem
endrarnær sjálfum sér samkvæm.
Þar er engin hálfvelgja. Rétt hugs-
un ræður.—
Lítum svo á Egil Skallagrímsson,
víkinginn og skáldið, sem uppi var
á sömu öld og Hávamál voru ort.
Mannshugsjón Egils birtist í kvæði
því, er hann orti um Arinbjörn
hersi, vin sinn, og er vert að gæta
að því, hvaða eiginleika hann telur
Arinbirni til gildis og dáist að.
Svo sem eðlilegt er, minnist
hann fyrst á það, hve tryggur vin-
ur Arinbjörn hefir reynst honum,
og að hann gat treyst hverju hans
ráði, en í því felst, að Arinbjörn var
ráðsnjall, vitur maður. Hann er
“heiðþróaðr,” hefir fengið þann
þroska, er heiður fylgir, er “knía
fremstr’’ og Egill leggur sér-
staklega áherzlu á það, að
þótt Arinbjörn væri vinur
hins herskáa konungs, þá talaði
hann aldrei ósatt orð í konungs
gaiði (“vinr þjóðans, er vætki ló í
herskás hilmis garði; hann hafði
djörfung til að segja ávalt satt,
þótt við harðvítugan konung væri
að eiga. Hann er voldugur og ætt-
göfgur (“máttugr hersa kundr”).
Svo sem að líkindum ræður um
svo fégjarnan mann sem Eg-
ill var, þá verður honum tíðrætt mm
örlæti Arinbjarnar (“mildgeðr”;
fégrimmr”) og auðlegð, og þá vin-
sæld, er því fylgdi: Er þá athyglis-
vert, að Egill lofar sérstaklega
mannúð hans, að enginn fór frá
Arinbirni tómhentur, “háði leiddr
né heiptkviðum,” enda sé hann
sverð og skjöldur lítilmagnanna, en
ekki láti hann þjófa vaða uppi
(“sökunautr og sona hvinna”).
Hann er “vinr véþorns” þ. e. þess,
er þyrmir véum, trúmannsins, og
því ástsæll jafnt af guðunum sem
af öllum almenningi (“goðum á-
varðr með gumna fjöld”) og menn
veita orðum hans athygli sem væri
hann konungur.
Aðdáun Egils á vinfestunni, sann-
leiksástinni, orðheldninni, örlætinu,
frægðinni kemur hins vegar óbein-
línis fram í því, sem hann segir um
sjálfan sig í kvæðinu: Hann segir
sér sé ljúft að kveða um vini sína
(“emk vilkvæðr um vini mína,’’) að
hann sé “þagmælskur um þjóð-
lygi,” “skaupi gnægðr skrökber-
öndum,” “glapmáll um gleggvinga”
(þ. e. nirfla) og að liann ætti skilið
að heita “vinþjófr,” “váljúgr að Við-
urs fulli” (þ. e. svikaskáld), “hróðrs
örvirðr ok heitrofi”, ef hann endur-
gyldi ekki Arinbirni hjálpina, og