Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 84
50
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
yrki ekki launanna vegna og muni,
ef hann lifi, leyfa sér að segja um
hann dauðan það sem sér sjálfum
þóknist.
Þetta dæmi er rétt að hafa í
huga, þegar meta skal það lof, er
hirðskáldin bera löngum á konung-
ana fyrir örlæti þeirra. Ef hirðin,
sem á hlýddi, hefði vitað, að lofið
var ekki satt, þá var það napurt
háð. En örlætið var konunglegt
og lofsvert fyrir þá sök, að kon-
ungur gat ekki launað vasklega
fylgd eða gott kvæði með öðru en
gjöfum, sem honum var í sjálfs
vald sett að hafa miklar eða litlar
en að launa minna en til var unn-
ið var brot á þeim jöfnuði, er var
grundvöllur allrar vináttu.
Til þess að teljast “mikilmenni’’
þurfti jafnt að sýna vilja og mátt
sinn í örlæti og liðveizlu við aðra,
sem í því að halda hlut sínum fyrir
hverjum sem var, og það er athygl-
isvert, að frummerkingin í orðinu
níðingur virðist hafa verið nirfill.
Sögurnar dást bersýnilega að þeim
rnönnum, er sýndu rausn, þó að um
efni fram væri, eins og Þórarinn
Nefjólfsson. í örlætinu, sem ekki
hikar að gefa sinn síðasta skilding,
hirtist djörfung íþróttamannsins, er
teflir á fremsta hlunn.
Það er erfitt að gera sér grein
'fyrir, live mikinn þátt trúarskoðan-
3r áttu í lífi og breytni fornmanna,
og hér er ekki ráðrúm til að víkja
mikið að trú þeirra á goðin, á vætt-
ir, góðar og illar, á framhald lífs-
ins eftir dauðann, á mátt rúna og
galdra o. s. frv. En dómar þeirra
nm eðli manna og gildi, þroska
þeirra og breytni, um markmið
þessa lífs og gæði þess, virðast ekki
bundnir við trúna. Siðalögmál
þeirra eru miðuð við manneðlið og
reynsluna, skynsemin er leiðarljós-
ið, en ekki guðleg boðorð. Allt virð-
ist benda á, að svo hafi verið á lit-
ið sem goðin væru undirorpin sömu
siðalögum og mennirnir, siðalög-
um, er fólgin væru í eðli hlutanna
og ekki yrðu að ósekju brotin. Eið-
rof komu til dæmis, eins og Voluspá
sýnir, goðunum jafnt í koll og
mönnum. Og yfir goðum jafnt sem
mönnum var dularfullt vald, er þau
fengu ekki um þokað, en það voru
örlögin. Goðin voru í mynd og lík-
ingu mannanna, að vísu miklu
voldugri en þeir, en þó ófullkom-
in, höfðu sömu siðferðisgalla og
þeir, og höfðu sum gert sig sek í
ýmsu því, er góður drengur mundi
ekki telja sér sæma. Þau gátu því
ekki verið æðstu fyrirmyndir eða
löggjafar í siðgæðismálum. En þau
voru vinir mannanna, verndarar
þeirra og samherjar í baráttunni
gegn jötnum og öðrum illum öfl-
um tilverunnar.
Völuspá segir, að 3 æsir, “öflgir
og ástkir” hafi vakið hinum fyrstu
mönnum líf:
Önd gaf Óðinn,
óð gaf Hænir,
lá gaf Lóðurr
ok litu góða.
Óðinn er “skatna vinr,” Þórr “vinr
verðliða” og “Miðgarðs véurr,’’ þ. e.
vörður mannheims. Hins vegar
eru þeir, sem leita athvarfs og ráða
hjá goðunum, nefndir vinir þeirra.
Sigurður Fáfnisbani er kallaður