Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 85
LÍFSSKOÐANIR ÍSLENDINGA TIL FORNA
51
“Freys vinr.” Þórólfr ‘Mostrar
■skegg “var mikill vin Þórs” og
■“gekk til fréttar við Þór ástvin
sinn.” “Hrafnkell elskaði ekki ann-
at goð meira en Frey, ok honum gaf
hann alla hina beztu gripi sína
hálfa við sik.’’ Samband manna og
goða var þannig vináttusamband og
háð sömu lögum og vinátta manna
á milli, lögmálinu um jöfnuð, að
■“glík skulu gjöld gjöfurn.”
Til goðanna sóttu menn hjálp og
kraft, sigur, vald og vizku:
Heilir æsir,
heilar ásynjur,
lieil sjá en fjölnýta fold,
mál ok manvit
gefið okkr mærum tveim
ok læknishendr meðan lifum.
í þessum orðum valkyrjunnar, er
hetjan hefir vakið af hinum langa
blundi, birtist oss frjálsmannlegt á-
varp til goömagna liimins og jarðar
og bæn um sum af æðstu gæðum
mannlífsins: mál og manvit og
læknishendur.
En vér höfum líka dæmi um ó-
æðri bæn: “Ok áðr Þorkell fór á
brott frá Þverá, þá gekk hann til
hofs Freys, ok leiddi þangat uxa
gamlan ok mælti svá: “Freyi’,”
sagði hann, “er lengi hefir fulltrúi
minn verit, ok margar gjafar af mér
þegit ok vel launat—nú gef ek þér
uxa þenna til þess að Glúmr fari
eigi ónauðugri af Þverárlandi, enn
ek fer nú. Ok láttu sjá nokkurar
jartegnir, hvárt þú þiggr eða eigi.’’
Þorkell kallar Frey fulltrúa sinn, þ.
•e. þann, er hann ber fult traust til,
■og kemur það orð alloft fyrir, þeg-
ai talað er um goð, sem tiltekinn
maður hafði sérstaklega traust á.
Eins og hverjum bónda á íslandi var
frjálst að velja sér þann goða til
trausts og halds, er hann sjálfur
vildi, og gat sagt sig úr lögum við
hann, ef ekki fór vel á með þeim,
eins gátu menn valið sér þann guð
til átrúnaðar, er þeim var mest að
skapi, og afrækt hann, er þeim
þótti hann bregðast sér, svo sem
Hrafnkell Frey, er hann var flæmd-
ur af eign sinni. Þegar Egill Skalla-
grímsson er frá sér numinn af
harmi eftir sonamissinn, gerir hann
upp reikninginn við Óðin, guð sinn.
Segist hann hafa átt gott við hann
og gerst tryggur að trúa honum, en
hann hafi slitið vináttu við sig;
hann dýrki hann ekki fyrir þá sök,
aff sér sé það ijúft, heldur af því að
hann hafi fengið sér bölvabætur,
sem hann telji góðar, en það er
skáldskapargáfan, hin vammi firða
íþrótt, og það geð, er gerði lævísa
menn að vísum óvinum hans.
Hér kemur íþróttahyggjan skýrt
fram. Guðinn er metinn eftir þeim
þroska eða manngildi, sem hann
veitir vinum sínum. Sama hugar-
stefnan kemur og fram í því að
hugsa sér goðin nokkuð hvert með
sínum hætti, fulltrúa hvert sinn-
ar lífsstefnu, iðnar eða íþróttar,
svo að nauðsyn var “at kunna skyn
goðanna ok vita, hvert biðja skal
hverrar bænarinnar,”svo sem Snorri
kemst að orði. Þessu fylgdi frjáls-
lyndi í trúarefnum. Engin ástæða
var til að áreita annan fyrir trú
sína, fremur en fyrir hitt, að hall-
ast heldur að einum höfðingja en
öðrum.