Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 89
SAGNARITUN ÍSLENDINGA
55
setti sér að vinna undir sig Noreg
allan og gera sér skattskyldan.
Varð honum vel ágengt, og braut
undir sig hvert ríkið á fætur öðru.
Andstæðingar hans gerðu þá banda-
lag með sér og háðu við hann úr-
slitaorustu í Hafrsfirði árið 872, er
lauk með fullum sigri Haralds kon-
ungs. Stökk þá úr landi mikill fjöldi
manna, sem vildu ekki þýðast yfir-
ráð Haralds konungs eða væntu sér
afarkosta af hans hendi. Fóru flest-
ir vestur um haf, til Skotlands, ír-
lands og eyjanna þar fyrir norðan.
í þessari svipan gerði hinn fyrsti
landnámsmaður, Ingólfur Arnarson,
för sína til íslands (874). Brátt
snérist þangað straumur flótta-
mannanna, bæði heint úr Noregi og
úr skozku eyjunum, einkum eftir að
Haraldur konungur hafði farið vest-
ur um haf og lagt eyjarnar undir
sig. Ennfremur kornu fjöldamarg-
ir úr Noregi, án þess að séð verði,
að þeir hafi orðið að hrökkva það-
an sökum fjandskapar við konung.
Margir landnámsmenn voru af
hinum göfugustu ættum í Noregi
Þeir höfðu tekið þátt í samtökum
gegn Haraldi konungi, baríst gegn
honum og lotið í lægra haldi; áttu
þeir þá tvo kosti fyrir höndum, að
ganga konungi á hönd eða láta
eignir og óðul og flýja land. Fjöldi
manna tók síðari kostinn, og hurfu
til íslands.
Landnámsmenn létu óðul og
eignir í Noregi. En þeir fluttu með
sér það sem meira var um vert:
tungu, átrúnað, kvæði, sagnir og
allskonar fróðleik. Þeir hafa skilið
við heimkynni sín með sárum sölcn-
uði, en því kærari hefir endurminn-
ingin verið, því sterkari hugsunia
til gamla landsins. En auk þess.
sem landnámsmenn yfirgáfu heim •
kynni sín, voru þeir slitnir úr ætt-
hring sínum. Ættatengslin voru
ríkasti þátturinn í þjóðfélagi Norð-
urlandabúa; skipulagið hvíldi á
ættunum. Meðan agasamt er í
landi, verður hver og einn að gæta
liagsmuna sinna. Ættin verður þá
hverjum einum sem trygging gegn
ágangi annara: sé gert á hluta eins,
snýst ættin til varnar og hefnda.
Nú þegar íslendingar voru orðnir
viðskila við ætt sína í Noregi, var
þeim nauðsynlegt að vita deili á
frændum sínum þar. Samgöngur
voru jafnan mjög tíðar milli Nor-
egs og íslands. íslendingar sóttu
korn og við til Noregs, íslenzkir
höfðingjasynir fóru utan og gengu
í þjónustu Noregskonungs. Öllum
íslendingum, sem komu til Noregs,
var nauðsyn að vita um norska
frændnr sína, bæði til þess að geta
greint deili á sér, svo að við þá væri
kannast, og til þess að leita trausts
hjá frændum sínum ef til þyrfti að
taka. Hinsvegar hlaut að vera
hætta á því í nýnumdu landi, að
nýjar ættir kynnu að rísa upp og"
yfirstíga eldri ættirnar. Þurfti því
að kunna glögg skil á ættunum, til
þess að geta veriö á verði gegn
slíku. Ættvísin var því íslending-
um enn nauðsynlegri en áður hafði
verið, enda lögðu þeir mikla stund
á hana frá upphafi. “Þat er margra
manna mál, at þat sé óskyldr fróð-
leikr at rita landnám, en vér þykkj-
umsk heldr svara kunna útlendum
mönnum, þá er þeir bregða oss því,
at vér sém komnir af þrælum ok