Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 90
56
TIMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISEENDINGA
illmennum,” segir í landnámuhand-
riti einu, og í öðru handriti stend-
ur: “Mörgum mönnum þykkir fræSi
ok skemtan í at vita, hversu ættir
íslendinga koma saman viðr höfð-
ingja ættir í Noregi, ok einkanliga
við konungaættirnar sjálfar....’’
Ættfræðin varð undirstaða íslenzkr-
a sagnavísinda.
Sá andlegi arfur, sem landnáms-
menn höfðu með sér frá Noregi
jókst og margfaldaðist á íslandi.
Goðsögur og hetjusagnir voru færð-
ar í ljóð, kvæði orkt um þjóðhöfð-
ingja og merka menn, vísum kastað
fram. Sagnir, sem tengdar voru
við ættmennina, geymdust: um for-
feðurna í Noregi, atvikin til út-
flutnings og landnámið. Oft fylgdu
frásögninni vísur, sem minntu á
atburðina, skýrðu þá og sönnuðu,
ættargripir höfðu sína sögu að
segja, örnefni studdu söguna. Öll
10.öld var samfeld róstuöld. Þá gerð-
ust margir markverðir atburðir
um stjórn landsins, deilur höfðingja
og mannvíg. Allt þetta varðveittist
meðal höfðingjaættanna; frásagnir
um afrek og athafnir forfeðranna
urðu þeim einskonar aðalsbréf.
Jafnframt bárust fregnir úr öðrurn
löndum, einkum og sérstaklega úr
Noregi. Á hverju sumri gengu
mörg skip á inilli landanna. Á hverju
sumri fóru utan margir höfðingjar
og höfðingjasynir.
Flestir fóru á fund Noregskon-
ungs; margir gerðust hirðmenn
hans og fylgdu honum í friði og ó-
friði. Allmargir höfðu gert kvæði
til þess að flytja höfðingja þeim,
er þeir ætluðu að leita til, og þurftu
þá að vita með sannindum það, sem
þeir ætluðu að setja í kvæðið, svo að
þá henti ekki sú ósvinna að segja
konungi rangt frá hans eigin verk-
um. Á hverju sumri snéru margir
heim úr utanferðum, fluttu með sér
tíðindi úr öðrum löndum, hvað kon-
ungar hefðust að, um árferði og
styrjaldir, um íslendinga þá, sem
dvöldu erlendis og hvemig þeim
vegnaði. Þeir færðu heim með sér
nýjustu drápur, er fluttar höfðu
verið höfðingjum og greindu frá
afrekum þeirra.
Sagnafróðleikurinn varð hrátt að
merkum þætti í þjóðlífinu, líkt og
skáldskapur. Annarsvegar spratt
upp frásagnarlist, íþrótt, er menn
tömdu sér; hinsvegar skemtun, er
hafði hylli höfðingja og alþýðu,
ungra og gamalla. Á löngum vetr -
arkveldum, þegar heimilisfólkið sat
við vinnu sína, í veizluskálum höfð-
ingja, á þingum og mannamótum,
í höllum erlendra þjóðhöfðingja, al-
staðar styttu menn sér stundir með
kvæðum og æfintýrum og sögum,
bæði um nýorðna atburði og eldri
tíma. Um þetta geta sögurnar
nokkurum sinnum.
í brúðkaupi, sem haldið var að
Reykjahólum (á Vesturlandi) árið
1119, er frá því sagt, að “Hrólfr frá
Skálmarnesi sagði sögu frá Hröng •
viði víkingi ok frá Ólafi liðsmanna-
konungi ok haugbroti Þráins ok
Hrómundi Gripssyni ok margar
vísur með. Með þessari sögu var
skemmt Sverri konungi, og kallaði
hann slíkar lýgisögur skemmtiligst-
ar, ok þó kunna menn at telja ætt-
ir sínar til Hrómundar. Þessa sögu
hafði Hrólfr sjálfr saman setta.
Ingimundr prestr sagði sögu Orms