Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 92
58
TIMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
þings, ok kom þar þá menn váru at
dómum, ok urðu eigi ásáttir um eitt-
hvert mál, en þá kom maðr at dóm
inum, ok sagði at nú riði Magnús
byskup á þingit: en menn urðu svá
fegnir þeiri sögu, at þegar gengu
aliir menn heim. En byskup gekk
síðar út á hlaðit fyrir kirkju, ok
sagði þá öllum mönnum þau tíðindi,
er gjörzt höfðu í Noregi, meðan
hann var útan, ok þótti öllum mönn -
um mikils um vert málsnilli hans ok
skörungsskap.”
Til er frásögn, er sýnir vel, hvern~
ig menn námu fréttir og sögur á
þingi. íslendingur einn kom til
Haralds konungs Sigurðarsonar
(um 1050) og bað hann ásjá. “Kon-
ungr spurði, ef hann kynni nökkura
fræði. Hann lézk kunna nökkurar
sögur. Konungr mælti: “Ek mun
taka við þér, svá at þú skalt vera
með hirð minni í vetr, ok skemmta
ávalt, er menn vilja, hver sem þik
biðr’’. Ok svá gerði hann.’’ — En
er leið að jólum, ógladdist íslending-
ur, svo að jafnvel konungur tók eft-
ir. Spurði konungur hann, hvað
ylli eða hvort honum væru þrotnar
sögurnar. Hinn kvað rétt til getið,
en þó eigi hann eina sögu, sem hann
hafi ekki sagt áður, “.....”en ek
þori eigi hér at segja, þvíat þat er
útfararsaga yðar.” Konungr mælti.
“Sú er ok svá sagan, at mér er mest
forvitni á að heyra!’’ Biður hann
íslending að segja söguna og hefja
hana á jóladaginn, “......’’mun ek
svá stilla til með þér, at jafndrjúg
verði sagan ok jólin, ok ekki mun þú
á mér finna, meðan þú segir söguna,
hvárt mér þykkir vel eðr illa.” Þetta
fór svá, at íslendingr hóf upp sög-
una jóladaginn fyrsta, ok sagði eigl
lengi, áðr konungr bað hætta. Tóku
menn þá umtal mikit um skemmt-
anina; mæltu sumir, at þat væri ís-
lendingi djörfung, at segja þessa
sögu, eðr hversu konungi mundi
líka. Sumum þótti hann vel segja,
en sumum fanst minna um. Kon-
ungr var vandr at, at vel væri til
hlýtt. Stóðsk þat ok á með til-
slilli konungs, at jólin þraut ok lokit
var sögunni. Ok hinn þrettánda
dag mælti konungr: “Er þér eigi
forvitni á, íslendingur,” segir hann,
“hversu mér líkar sagan?”
“Hræddr er ek þar um, herra, segir
hann. Konungr mælti: “Mér
þykkir ailvel sögð, ok hvergi vikit
frá því, sem efni stóð til, eðr hverr
kenndi þér?” Hann svarar: “Þat
var vandi minn úti þar á íslandi, at
ek fór hvert sumar til þings, ok nam
ek hvert sumar nökkut af sögunni,
er Halldórr sagði Snorrason.” “Þá
er eigi undarligt,’’ segir konungr,
“at þú kunnir vel, er þú hefir af
honum numit.” — En Halldórr hafði
verið með Haraldi konungi í þess-
um leiðangri, er hann var ungur
landvarnarmaður Byzanzkeisara.
Þess var getið, að frásagnarlistin
hefði orðið íþrótt, er menn lögðu
sérstaka stund á og tömdu sér. Frá
öndverðu voru ýmsir menn, er
kappkostuðu að safna öllum þeim
fróðleik í kvæðum og sögum, sem
þeir gátu komist yfir. Er víða
getið um menn og konur, sem voru
minnug og áreiöanleg um forna at-
burði; voru þeir kallaðir fróðir
menn, er sköruðu fram úr í þessu
efni. Sumir þeirra fengu jafnvel
viðurnefnið hinn fróði. Tíðast er