Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 93
SAGNARITUN ÍSLENDINGA
59
getið um fróða menn á 12. öld, sem
eðlilegt er, því að þeir hafa verið
næstu heimildarmenn þeirra, sem
skráðu sögurnar. En enginn vafi
er á því, að fræðiáhugi hefur verið
vakandi, og fjöldi “fróðra manna”
óslitið frá landnámsöld. Hvílík
ógrynni af fróðleiksefni sumir menn
hafa átt í fórum sínum sýnir frá-
sögnin um skáldið Stúf blinda við
hirð Haralds konungs Sigurðarson-
ar (um 1050). Hann kvað fyrir
konung 30 flokka og kvaðst kunna
enn fleiri, og þó ekki færri drápur
en flokkana. Öll þessi kvæði hafa
verið sögulegs efnis og alllöng.
Flokkar og drápur voru frábrugðin
að ytra búningi, og þóttu drápur
veglegri höfðingjakvæði og yoru að
jafnaði lengri.
Það er auðséð, að orð hefur farið
af íslendingum um öll Norðurlönd
sem sagnamönnum, ekki síður en
fyrir skáldskap. Þegar Theodricus
munkur tók sér fyrir hendur að rita
sögu Noregs á latínu (í lok 12. ald-
ar), studdist hann aðallega við sögn
íslendinga: “Mér þótti ómaksvert
að rita þetta í stuttu máli um forna
sögu Noregskonunga, eftir því sem
ég fékk spurt af þeim, sem talið er
að endurminningin um þessa hluti
lifi bezt hjá og vér köllum íslend-
inga, en þeir halda á lofti þessum
sögnum, sem víðfrægar eru í forn
um kvæðum þeirra....En um sann-
indi þess, sem hér er sagt, ber að
vísa til þeirra, sem vér höfum haft
þetta eftir, því að vér höfum ekki
ritað um séða hluti, heldur það, sem
vér höfum spurt.” Saxo Gramma.
ticus gefur um sama leyti íslend-
ingum þennan vitnisburð í formála
Danasögu sinnar: “Ekki skal held-
ur falla í gleymsku kostgæfni ís-
lendinga; því að þeir, sem verða að
fara á mis við alla tilbreyting í lifn-
aðarháttum sökum ófrjósemi fóst-
urlandsins, aga sig með stöðugu
bindindi, leggja allt líf sitt stund á
að breiða út vitneskju um annara
verk og bæta úr fátækt sinni með
andlegum störfum; þeirra yndi er að
vita um og greina frá athöfnum all-
ra þjóða, og þeir telja ekki minni
heiður að skýra frá dyggðum ann-
ara heldur en að sýna sínar eigin
dyggðir. Eg hef margoft leitað til
sannfróðra sagna þeirra um liðna
tíma og hef samið ekki lítinn hluta
þessa rits eftir frásögnum þeirra,
og ekki hef eg viljað hafna vitni
þeirra, er ég vissi þaulkunnuga í
öllum fornum fræðum.’’
* * *
Hér hefur verið drepið á sagna-
fróðleik íslendinga og þær mætur,
sem þeir höfðu á ættfræði, mann •
fræði og fornum sögum. í því sam-
bandi vakna margar spurningar:
Hvernig hófst hin eiginlega sagna-
ritun? Hvernig var frásagnarefn-
ið búið í hendur sagnaritaranna, og
að hve miklu leyti má telja þá höf-
unda rita sinna? Hvenær hafa elztu
sögurnar verið færðar í letur? Að
hve miklu leyti má leggja trúnað
á sögurnar, hvort herma þær satt
frá atburðum eða eru þær skáld-
skapur ?
íslenzk sagnaritun á hvergi sinn
líka meðal germanskra þjóða.
Hvergi meðal þeirra hafa menn á
svipaðan hátt skráð sögur á móður-
máli sínu. Hvergi hefur ættvísi og
arfsagnir um einstaka menn og ætt-