Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 94
60
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
ir lifað í munnmælum öldum saman
og náð að verða fært í letur. Sum-
um mönnum hefur því þótt sérstakr-
ar skýringarvert, að slíkar bókment-
ir skyldu koma upp meðal yngstu.
aískekktustu og fátækustu þjóðar-
innar. Hefur verið á það bent, að
á írlandi hafi löngu fyr verið tíðkuð
svipuð bókagerð, söguritun á móð-
urmálinu. Því hefur verið haldið
fram, að írsk sagnaritun hafi borist
til íslands og vakið þar upp sagna-
vísindi, eða að minsta kosti orðið
fyrirmynd íslendingum. Aðrir
neita þessu eindregið, að því er virð-
ist með fullum rökum. írsk sagna-
ritun er frábrugðin íslenzkri í öllum
meginatriðum. íslenzk sagnarit
fást aldrei við írsk efni, þó að ís-
lendingar hafi lagt mikla stund á
sögu annara nágrannaþjóða. Og
íslenzk sagnaritun hefst ekki fyr
en á 12. öld, en þá og um nokkra
mannsaldra undanfarna eru ekki
spurnir af því, að Islendingar hafi
átt mök við íra; hefði það verið að
nokkuru ráði, færi ekki hjá því, að
getið væri um það í heimildum.
Það virðist ljóst, að íslenzk sagna
ritun hafi á eðlilegan hátt sprottið
úr íslenzkum jarðvegi, að rætur
hennar liggi þar og að óþarft sé að
teygja sig eftir langsóttum skýring-
um. Að íslenzk sagnaritun er ein-
stæð meðal germanskra þjóða er að
vísu merkilegt; er ekki auðvelt að
greina þau rök, er til þess liggja, að
frændþjóðir íslendinga lögðu svo
litla rækt við sögu sína. Þyki
sagnafróðleikur og sagnaritun ís-
lendinga vera svo einkennilegt fyrir-
brigði með germanskri þjóð, þá
mætti engu síður telja nauðsyn á
sérstökum skýringum á þróun ís-
lenzks skáldskapar. Skáldskapur
var sameign Norðurlandaþjóða, og
fram á síðara hluta 10. aldar voru
ágæt skáld í Noregi. En frá þeim
tíma bregður svo við, að skáldskap-
ur virðist deyja út í Noegi. íslenzk
rit, sem varðveitt hafa íslenzkan
skáldskap frá öndverðu, norska
sögu jafn lengi og norskan skáld-
skap frá miðri 9. öld fram á síðara
hluta 10. aldar, kunna ekki skil á
neinu norsku skáldi — utan kon-
ungsættarinnar — eftir þann tíma,
þekkja ekki nafn á neinu norsku
kvæði. Norskur skáldskapur líður
undir lok á tímabili þegar kvæði eru
hæsta tízka við sjálfa konungshirð-
ina, þegar hver maður á vísa liylli
konungs og stórgjafir, er færir hon-
um kvæði. Á sama tíma blóm-
gast íslenzkur skáldskapur, bæði ut-
an lands og innan; við norsku hirð-
ina eru jafnan mörg íslenzk hirð-
skáld; veitir konungur þeim æðstu
embætti innan hirðar og hefir þá
jafnan hið næsta sér. Þessi sér-
staka skáldskapargáfa, sem blóm-
gaðist einungis í útlöndum norræna
kynstofnsins, íslandi, Grænlandi og
Orkneyjum, verður ekki skýrð með
neinum áhrifum utain að; skáld-
skapur jafnt sem sagnavísindi eru
af innlendum toga, ávöxtur þess
arfs, sem þjóðin flutti með sér úr
Noregi, þegar hún tók sér bólfestu á
íslandi.
Um sambandið milli munnlegrar
frásagnar og hinnar rituðu verður
að ráða af líkum. Frásagnir um
einstakling, ætt eða byggðarlag
hafa brátt runnið saman og verið
steypt í samfellda heild, en ekki