Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 95
SAGNARITUN ÍSUENDINGA
61
geymst í sundurlausum molum. Að
því hefur stuðlað, að menn tömdu
sér frásagnarlist sem sérstaka í-
þrótt og sögðu sögur öðrum til
skemmtunar. Sögurnar hafa því
fengið þegar í munnmælum fastan
búning og gengið mann fram af
manni í svipaöri mynd að niðurskip.
an, efni og orðalagi, eftir því sem
minnið hrökk til. Hinar styttri ís-
lendingasögur frá blómatíma sagna-
rituninnar munu hafa verið festar á
bókfellið með mjög litlum breyt-
ingum, en hinar stærri bera frekar
vitni þess, að þær voru “settar sam-
an’’ af þeim, sem færði söguna í
letur. En hlutfallið milli hinnar
sögðu og rituðu frásagnar eru auð-
vitað mismunandi í sögunum, og
þarf sérstaka rannsókn á hverri
sögu í því skyni. Sú rannsókn er
erfið og oft árangurslitil, einkum
fyrir þá sök, að vér höfum ekki
frumrit neinnar sögu, en afritarar
áttu til að breyta sögunum, fella
úr og skeyta inn í. Þó að víða séu
í beztu sögunum sýnileg merki
sagnaritunar, er ekki auðvelt að
greina á milli þess, sem er frá hendi
söguritarans og þess, sem afritarar
hafa síðar aukið við eða breytt.
Um sögur um samtíma viðburði
eða nýorðna gegnir öðru máli. Þar
verður að telja sagnaritarann höf-
und í venjulegri merking. Hann
hefur safnað efninu, leitað vitn-
eskju og spurzt fyrir, skipað því nið-
ur, ákveðið hverju sleppa skyldi og
hvað tekið; orðfæri og framsetning
eru hans verk. Noregskonunga-
sögur hafa enn nokkura sérstöðu.
Þær hafa í munnlegri frásögn
geymzt í brotum. Sagnirnar voru
bundnar við hvern konung fyrir sig
og lítið samhengi milli. Uppistað-
an var kvæði hirðskáldanna; þau
voru í senn liluti af frásögninni og
heimildir hennar. Einnig í þessari
grein má telja sagnaritarann skap-
andi höfund.
íslenzk sagnaritun hefst á 12. öld.
Um 1130 er fyrsta sagnarit skráð á
íslenzka tungu, íslendingabók Ara
fróða. Frá síðara hluta aldarinnar
eru enn til — og menn vita um önn-
ur, er glatast hafa — um sögu Nor-
egs, bæði einstakar sögur um kon-
unga og rit, er tóku yfir 2-3 aldir.
Byskupasögur voru ritaðar fyrir
1200. Um aldur íslendingasagna,
er segja frá eldri viðburðum, hefur
verið deilt, en sennilegt virðist, .ð
sú grein sagnaritunar sé ekki yngri
en hinar. Landnámabók gerir
beinlínis ráð fyi'ir mörgum sögum
um einstaka menn, er hún hefur
notað eða vísar til. Þær sögur
geta ekki verið yngri að jafnaði en
um 1200, sennilega eldri; hinsveg-
ar gætu þær hafa verið munnlegar,
en ekki ritaðar. Benda má á, að
til eru söguhandrit, sem fróðustu
menn hafa talið frá um 1250 og eru
eftirrit eldri handrita. Þar á meðal
er brot af handriti af Laxdælasögu,
en sú saga stendur sýnilega á miklu
yngra stigi en elztu íslendingasög-
ur. Sé hún frá miðri 13. öld, má
með vissu álykta, að hinar elztu ís-
lendingasögur hafi verið færðar í
letur fyrir 1200. Enda er það lang-
samlega sennilegast, að íslendingar
hafi fært sínar eigin sögur í letur
jafnhliða Noregskonungasögum, en
engin skynsamleg rök liggja til þess,
að þeir hafi geymt allan þorra af