Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 96
62
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFRLAGS tSLENDINGA
innlendu söguefni í munnmælum.
þangað til Noregskonungasögur
voru fullritaðar.
Hér að framan liefur verið sagt
frá brúðkaupinu á Reykjahólum
1119 og þeim sögum, er þar var
skemmt með. Það voru sögur úr
forneskju (Hrómundr Gripsson er
talinn langafi Ingólfs, hins fyrsta
landnámsmanns), og er sagt, að
Sverrir konungur hafi síðar kallað
slíkar lygisögur skemmtilegar. Enn-
fremur hefur verið greint frá ís-
lendingum við hirð Haralds kon-
ungs Sigurðarsonar. Hann sagði
konungi kafla úr æfisögu hans
sjálfs og fékk þann vitnishurð, að
rétt1 væri frá sagt. Hér eru á
ferðinni 2 tegundir sagna: annars-
vegar sögur úr forneskju, sem menn
leggja ekki trúnað á, en hafa gam.
an af; hinsvegar sögur, sem bæði
sagnamaðurinn og áheyrendur telja
sannar.
Þær sögur, sem færðar eru í let-
ui skömmu eftir atburðina, er þær
greina frá, byskupasögur og sögur
um 12. og 13. aldar menn, ber að
telja að öllu leyti sannsögulegar.
Höfundurinn hefur ýmist sjálfur lif-
að atburðina, jafnvel tekið þátt í
þeim, eða hefur sögu sína eftir sam-
tímamönnum og sjónarvottum,
Honum er því auðvelt að spyrja hið
sanna í flestum efnum. Hann veit
og, að lesendur hans muni vita um
margt af því, sem hann ritar, hvort
satt sé, að þeir eiga auðvelt að afla
sér vitneskju um söguefnið og kom-
ast þannig að raun um, hvernig
hann hefur leyst hlutverk sitt. Hann
veit, að málsaðiljar sjálfir eða börn
þeirra og aðrir náfrændur muni
veita því eftirtekt, hvort hallað sé
réttu máli. Söguritarinn hefur því
í öllum efnum fullkomið aðhald,
svo að óhætt er að treysta frásögn-
inni. Sögurnar bera það með sér,
að frásögnin er víðast algerlega
hlutlaus.
íslendingasögur og Noregskonunga-
sögur hinar eldri segja frá mönnum
og atburðum fyrri tíma. Söguefnið
hafði gengið í munnmælum allt að
300 árum, áður en það var fært í
letur. Má það virðast óskiljanlegt
nútímamönnum, að sannar sögur
geti varðveizt jafn langan tíma í
minni manna. En það er alkunn-
ugt, að meðal þjóða, þar sem ritlist
er óþekkt og allt verður að leggja
á minnið, er alveg furðulegt, hve
menn geta hlaðið á það. Stuðlar
að því stöðug æfing og nauðsyn, en
hinsvegar spilla ekki né trufla á-
hrif frá lestri og bókmenntum. Al-
kunnugt dæmi er það, sem Cæsar
segir um Druidana í Gallíu. Á ís-
landi voru lög sett og alþingi stofn-
að árið 930. Var það eitt í lögum,
að velja skyldi lögsögumann; skyldi
liann á hverju þingi segja upp lög-
in að Lögbergi og hafa lokið upp-
sögn allra laganna á hverjum þrem-
ur árum. Ef menn greindi á, um það
hvað væru lög, skyldi lög-
sögumaður skera úr. Nú voru ís-
lendingar að vísu miklir lagamenn
og málaflækjumenn; var það all-
títt, að ung höfðingjaefni næmu
lög hjá spökum mönnum, enda var
lagakunnátta þeim nauðsynleg í
lífinu, bæði vegna starfs þeirra I
lögréttu og ekki síður vegna mála-
ferla, er þeir gátu búist við að kom-
ast í. En lög íslenzka þjóðveldis-