Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 98
64
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
fyrir gullhring eða gott vopn.
þ,ausavísur geymdust sem hluti úr
frásögninni. Kvæði höfuðskálda
voru aðalheimildir að sögu Noregs-
konunga. “Með Haraldi konungi
(hárfagra) váru skáld, ok kunna
menn enn kvæði þeirra ok allra
konunga kvæði, þeirra er síðan hafa
yerit at Noregi, ok tökum vér þar
mest dæmi af því, er sagt er í þeim
kvæðum, er kveðin váru fyrir sjálf-
um höfðingjunum eða sonum
þeirra; tökum vér það allt fyrir satt,
er í þeim kvæðum finnsk um ferðir
þeirra ok orrostur; en þat er háttr
6kálda, at lofa þann mest, er þá
eru þeir fyrir, en engi myndi þat
þora, at segja hánum sjálfum þau
verk hans, er allir þeir, er heyrði,
vissi, at hégómi væri ok skrök, ok
evá sjálfr hann; þat væri háð en
£igi lof.” Þessi orð Snorra Sturlu-
ponar í formála Heimskringlu sýna,
þvernig menn mátu kvæði sem
heimildir og af hvaða rökum þau
voru tekin trúanleg.
Jafnframt því sem fornmenn
tömdu minni sitt með því að leggja
á það allskonar fróðleik, voru þeir
gjörhugulir á það, sem var að ger-
ast og tíöindavænlegast þótti. Dæmi
þessa er í Orkneyiniga sögu. Rögn-
valdr Orkneyjajarl og norskir höfð-
ingjar eru í Jórsalaferð; í Miðjarðar-
hafi eiga þeir orustu við serneskt
Bkip og vinna sigur eftir harðan
bardaga. Að lokinni orustu taka
menn hvíld. “Menn ræddu um
tíðindin þessi, er þar höfðu gerzt, ok
urðu eigi á þat sáttir. Þá mæltu
eumir, at þat væri ómerkilegt, at
þeir hefðu eigi allir eina sögu frá
þeim stórtíðendum, ok þar kom, at
þeir urðu á þat sáttir, at Rögnvaldr
jarl skyldi ór skera. Skyldu þeir
þat síðan allir flytja. Þá kvað jarl
....Nefnir jarl í vísunni þann
er fyrstur veitti uppgöngu.
Mjög víða eru greindir heimildar-
menn að ákveðnum sögum. Arí
fróði nefnir heimildarmenn sína að
flestum markverðum atburðum, er
íslendingabók greinir frá. í Nor-
egskonungasögum og öðrum sögum
um erlenda atburði, ennfremur í
sögum, er gerast á 12. og 13. öld,
má oft sjá, hverjir hafi verið heim-
ildarmenn að þessu og hinu, en í ís-
lendingasögum er það mjög sjald-
gæft. Það er einsdæmi, er segir
í Droplaugarsonasögu, að sonar-
sonar-sonur einnar aðal-söguhetj-
unar hafi sagt þessa sögu.
Dæmi þess, hve arfsögnin hefur
getað varðveizt óbreytt má sjá af
lýsingum á erlendum staðháttum.
Að vonum eru þær oftast fáorðar og
ónákvæmar og sumstaðar rangar
að meira eða minna leyti. En stund-
um er staðháttum erlendis lýst svo
nákvæmlega og rétt, að furðu gegn-
ir. í Egils sögu Skallagrímssonar
er sagt frá orustu, er Aðalsteinn
Englakonungur átti við Skota og
hafði sigur. Með Aðalsteini konungi
börðust þeir bræður Þórólfur og
Egill Skallagrímssynir, og féll Þór-
ólfr. í sögunni er allnákvæm lýs-
ing á orustustaðnum, sem nefndur
ei Vínheiðr. Menn hafa fyrir löngu,
vitað að þessi orusta er sú sama sem
engilsaxneskar heimildir greina, að
hafi háð verið 937 við Brunanburh
eða Wendune. Brezkur vísinda-
maður, Neilson, hefir eftir lýsingu
3 engilsaxneskra heimilda fundið