Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 99
SAGNARITUN ÍSLENDINGA
65
orustustaðinn og telur hann vera
Burnswork Hill í Dumfriesshire, og
er það talið óyggjandi. Síðar hefur
hann borið lýsingu Egils sögu sam-
an við staðhætti þarna. Niðurstað-
an var sú, að lýsing sögunar sé
hvergi röng, en í 9 atriðum kemur
hún alveg heim við staðhætti. Sum
af þessum atriðum eru þannig vax-
in, að ekki getur verið tilviljun, svo
sem þegar sagan segir frá borgum,
er verið hafi fyrir sunnan og norðan
heiðina, en það er virki frá dögum
Rómverja. Egilssaga er færð í
letur ekki fyr en 250 árum eftir
þessa orustu.
í nokkrum atriðum má gera sam-
anhurð á frásögnum Íslendinga og
erlendra rithöfunda. Sagan um
orustuna á Vínheiði kemur merki-
lega vel heim við engilsaxneskar
heimildir, þó að missagnir séu nokk-
urar og Egilssaga láti orustuna vera
háða um 925. — í þýðing Elfráðs
ríka á riti Orosíus: Historia adver-
sus Paganos er varðveitt lýsing um
Noreg á 9. öld, er bera má saman
við fyrsta kaflann í Egilssögu. í
aðalatriðum koma lýsingar heim
hvor við aðra; önnur er skráð af
Norömanni í Englandi fyir 900, hin
á íslandi 300 árum síðar. — í Njáls-
sögu hefur verið skeytt inn langri
frásögn um orustuna á Clontarf
1014, og er hún í góðu samræmi við
írskar heimildir í flestum atriðum.
•— Knytlingasaga segir frá atburð-
nm, sem lýst er í Danasögu Saxo
Grammaticus. Ber þeim víða margt
í milli, þar sem Saxo fer sýnilega
með réttara mál, en í sumum köfl-
nm eru sögurnar mjög samhljóða.
svo að þær nota stundum sama
orðalag, að kalla má, önnur á ís-
lenzku, hin á latínu.
Þegar unnt er að sýna fram á, að
lýsingar á erlendum staðháttum og
frásagnir um viðburði utanlands,
þar sem ekkert var minninu til stuð-
nings eða leiðréttingar, gátu geymzt
í munnmælum jafnvel 2—3 aldir, án
þess að afbakast eða breytast til
muna, virðist það styrkja mjög þá
skoðun, að frásagnir hinna beztu
íslendingasagna og Noregskon-
'ungasagna um löngu liðna atburði
séu réttar í aðalatriðum.
Daglegt líf á íslandi mun hafa
tekið fáum breytingum fyrstu aldir-
nar eftir bygging landsins. Oss
er því oftast ekki auðvelt að dæma
um, hvort lýsingar sagnanna á hý-
býlum, klæðnaði, mataræði, dagleg-
um störfum og lifnaðarháttum yfir-
leitt muni ekki frekar eiga við 12.
öld en 10. öld. Virðist sennilegt,
að sagnamönnum liefði í þessum
efnum öðrum frekar veriö hætt við
að skeika, með því að heimfæra á-
stand sinna tíma upp á liðnar aldir.
Oft er þess þó getið um einstök efni,
að annar siður hafi þá verið, er sag-
an gerðist. Og um einn þátt þjóð-
lífsins má glögglega sjá, að munn-
mælin liafa trúlega geymt eldra stig
og ekki ruglað því saman við síð-
ara ástand. Lögkrókar og mála-
ferli, einkum um víg og erfðir, eru
mikill þáttur í nálega öllum íslend-
ingasögum. Áður en sagnaritun
hófst höfðu lög þjóðveldisins veriö
færð í letur og hafa varðveizt, svo
að vér þekkjum nú lögin, eins og
þau voru á 12. öld. Þá hafði al-
þingi starfað að löggjöf í 2 aldir; á
þeim tíma urðu mörg lagafyrirmæli