Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 101
■SAGNARITUN ÍSUENDINGA
67
skilið fyndni Snorra og býr sér því
til skýringu. Sagan bætir við: “Þeir
váru þá báðir dauðir ok liöfðu verið
hin mestu illmenni í liði Plosa.’’
Heldur mætti kalla þetta lélega
fyndni, enda hefir Snorri átt við allt
nnnað. Skýringin fæst hjá Ara
fróða, þar sem hann greinir atvik
til þess, að landið um Þingvöll
varð almenningseign; tæpum 100
árum fyrir þenna bardaga. “Sá
maðr hafði sekr orðit um þræls
morð eða leysings, sá er land átti
í Bláskógum; hann er nefndr Þórir
kroppinskeggi, en dótturson hans
er kallaðr Þorvaldr kroppinskeggi,,
sá er fór síðan í Austfjörðu ok
brenndi þar inni Gunnar bróður
sinn; svá sagði Hallr Órækjuson;
en sá hét Kolr, er myrðr var; við
hann er ltennd gjá sú, er þar er
köllut síðan Kolsgjá, sem hræin
fundusk; land þat varð síðan alls-
herjarfé, en þat lögðu landsmenn
ti! alþingisneyzlu.” Snorri kallar
þessa í keskni einskonar vætti þing-
staðarins; sagan hefir ekki skilið
orð hans, en þó varðveitt þau rétt.
Hér hafa verið færð mörg rök til
þess, og stutt með dæmum, að
munnmæli hafa getað geymst ó-
breytt í 2-—3 aldir, þangað til sög-
urnar voru skráðar. Hinsvegar er
það ljóst, að fásögn þeirra er víða
óáreiðanleg og röng, svo að á verð-
ur þreifað. í þessu efni eru ein-
stakar sögur mjög misjafnar. Sum-
ar má telja áreiðanlegar um öll að-
alatriði. Hinar yngri sögur eru að
öllu leyti óáreiðanlegri, arfsögnin
var þá farin að spillast og menn fóru
að auka inn í sögurnar skálduðum
frásögnum. Á sama hátt hafa sum.
ar eldri sögurnar spillst í höndum
afritara, er hafa aukið þær með
ýmsum síðari tilbúningi. Þannig
er talsvert af lausavísum sagnanna
13. aldar kveðskapur, en ekki 10.
aldar. Á hnignunartíma íslenzkrar
sagnaritunar var spillingin komin
svo langt, að sögur voru skáldaðar
frá rótum.
* * *
Þó að margir hafi viljað kasta
rýrð á sögurnar sem sagnfræðileg
'heimildarrit, ljúka allir upp einum
munni um ágæti þeirra sem bók-
mentaleg listaverk.
Hver saga er venjulega samfeld
heild frá upphafi til enda,— hinar
lengri sögur má telja samsettar að
þessu leyti. Hún rekur ætt sögu-
hetjunnar frá landnámstíð, segir frá
uppvexti hans, metorðum, manna-
forræði, ástamálum, deilum og víga-
ferlum, er opt ljúkast með falli lians
og hefndum eptir hann. Atburðirnir
eru dregnir upp í réttri röð og er
stefnt öllum að einurn ósi: aðal-
viðburðir sögunnar. Porlagatrú, spá-
sagnir, fyrirburðir og ýmsir yfir-
náttúrlegir hlutir, er menn þá og
fram á síðustu tíma lögðu fullan
trúnað á, eru ríkir þættir í uppi-
stöðu sagnanna. Mannlýsingar eru
með allt öðrum hætti en í þjóðsög-
um og hetjusögum. Þar eru persón-
ur greindar í flokka, er hver hefir
ákveðin einkenni og sérstök hlut-
verk; menn eru þar fullkomnir ann-
aðhvort til góðs eða ills, að hug-
prýði eða bleyðiskap, viti eða
heimsku, fegurð eða ófríðleik. Inn-
an hvers flokks eru að kalla má
engin einkenni, er greini einn frá
öðrum; allir eru steyptir í saina