Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 102
68
TlMARÍT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
móti. En þeir menn og konur, sem
íslendingasögur leiða fram á sjón-
arsviðið, er lifandi fólk íklætt holdi
og blóði. Sögurnar lýsa mönnum
og konum úr öllum stéttum, með
allskonar skaplyndi, tignum og ó-
tignum, ríkum og fátækum, illum
og góðum, mönnum með sterkar
hvatir og brennandi ástríður, ró-
lyndum mönnum og íhugulum, lít-
ilsigldum mönnum og dáðlausum.
Hver er öðrum ólíkur að skapgerð,
hver um sig dregin svo upp með
kostum og löstum, að þeir standa
lifandi fyrir hugskotssjónum vor-
um. Og þessar lýsingar eru ekki
gerðar að hætti nútímamanna með
orðmörgum frásögnum um sálarlíf
manna, hvatir og hneigðir, heldur
eru menn iátnir lýsa sér í orðum,
athö'fnum og svipbrigðum. Ytra
útliti manna er lýst í sumum sögum,
en ekki í öðrum. Eiginlegar nátt-
úrulýsingar þekkjast ekki í sögun-
um; staðháttum, landslagi og veðr-
áttu er lýst að því leyti, sem nauð-
synlegt er til að skilja frásögnina.
Stíllinn er stuttorður og kjarnyrt-
ur, sérkennilegur en þó hvergi
skrúðaður og óeðlilegur; laus við
mærð og mælgi og óþarfa útúrdúra.
Hann ber þess hvarvetna merki,
að sögurnar voru sagðar en ekki
lesnar.
* * *
Ritöld hófst á íslandi veturinn
1117—1118, er hafið var að rita á
bók lög þjóðveldisins, samkvæmt
alþingissamþykkt. Fyrir þann tíma
hafði ekkert verið ritað á íslandi á
latínustafrófi. Rúnir höfðu tíðkast
sem á öðrum Norðurlöndum, en
mest í töfraskyni, og nú eru eng-
ar minjar frá þessum tíma um not-
kun rúna.
Nú leið ekki á löngu áður en
menn fóru að festa á bókfellið ann-
an fróðleik, sem þjóðin átti í fórurn
sínum, og þá í fyrstu röð ættvísi
og sagnarit. Tveir eru nefndir
brautryðjendur íslenzkrar sagna.
ritunar, báðir prestvígðir höfðingj-
ai af göfugustu ættum landsins,
Sæmundur Sigfússon (1056—
1133) og Ari Þorgilsson (1068—
1148, báðir með viðurnefninu hinn
fróði. Sæmundur fór utan ungur,
sem höfðingjasonum var títt og
stundaöi nám við Parísarháskóla.
Fór mikið orð af viturleik hans og
lærdómi; lét hann til sín taka um
löggjöf og landsstjórn og þótti
hinn mesti höfðingi. Rit hans —
um Noregskonunga — hefir verið á
latínu og er nú glatað.
Ari Þorgilsson hinn fróði var í
beinan karllegg kominn af norsk-
um konungum á írlandi og átti ætt
og óðul við Breiðafjörð á Vestur-
landi, en um þær slóðir virðist bók-
menntaiöja hafa staðið í mestum
blóma um margar aldir síðan.
Hann var tekinn til fósturs af sunn-
lenzkum höfðingja, Halli, í HaukdaL
Annar fósturson Halls, eldri nokk-
uð en Ari, var Teitr, sonur ísleifs
biskups. Báðir voru þeir Hallr og
Teitr manna fróðastir og minnug-
astir; mundi Hallr það, að sögn
Ara, er hann var skírður þrevetur,
en hann dó 94 ára gamall. Af þess-
um mönnum nam Ari margan fróð-
leik í æsku, og til Haukadals er að
rekja vísindastarfsemi hans.
“Ari prestur hinn fróði Þorgils-
son Gellisonar ritaði fyrstur manna