Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 103
SAGNARITUN ÍSLENDINGA
69
hér á landi at norrænu máli fræði
toæði forna ok nýja,” segir Snorri
Sturluson. Af ritum Ara hefir varð-
veizt eitt, íslendingabók eða Libell-
us Islandorum, stutt rit, aðeins 10
kapítular, ritað um 1130. Greinir
iþað frá bygging landsins, setning
Alþingis, og ýmsum merkilegum
lögum, frá fundi og bygging Græn-
lands, kristniboði og kristnitöku og
hinum fyrstu byskupum. Ari gerir
sér far um að hafa sannar sagn-
ir um hvað eitt og heimfæra hvem
atburð til rétts tíma. Um alla merk-
ari atburði greinir hann heimild.
armenn, og opt getur hann þess,
hvernig þeir hafi hlotið þá vitneskju,
er hann fékk hjá þeim,. Gerir hann
sér far um að segja hvergi annað en
sannleikann, en slær þó þann var-
nagla, að rétt sé að hafa það, er
sannara reynist, ef honum hafi
•skjátlast í einhverju.
Það verður aldrei of sterklega
kveðið að, hvílíkt happ það var ís-
lenzkri sagnaritun, að annar eins
maður og Ari skyldi fyrstur verða
til þess að færa í letur sagnarit á
íslenzka tungu. Hann vísaði leið-
ina: að rita ekki annað en það,
sem satt var og rétt, að leita sér
beztu heimilda um hvað eitt og
leiðrétta jafnan það, sem rangt
reyndist. Allir síðari sagnaritarar
fylkja sér undir merki hans í orði,
þó að þeir megni misjafnlega að
fylgja meginreglum hans. Stafar
það af þeirri tízku, er síðar varð,
að segja allan sannleikann, þ. e.
taka með allt það frásagnarefni.sem
gat verið satt, þar sem Ari hefir þá
meginreglu, að segja frá því einu,
:sem hann var viss um, að rétt væri.
Auk íslendingabókar þeirrar, sem
nú er til, samdi Ari aðra bók um
sama efni, og var í henni auk þess
“ættartala" og “konungaæfi.” Er
sennilegt að hann hafi einnig samið
sérstök rit um þessi efni. Konunga-
æfi Ara varð síðan grundvöllur allra
Noregskonungasagna, en ættartala
hans frumheimild Landnámsbókar.
Þannig leggur Ari grundvöll að báð-
um höfuðgreinum íslenzkrar sagna-
ritunar: íslendingasögum og Nor-
egskonungasögum.
í fótspor Ara spruttu upp bráðlega
fjölskrúðugar bókmenntir. Alls-
konar fróðleikur var færður í letur,
sem áður hafði lifað á vörum þjóð-
arinnar. Sagnaritun tók skjótum
þroska, bæði um innlenda atburði
og erlenda, forna og nýja. Verður
að greina á milli ólíkra tegunda:
íslendingasögur hinar eiginlegu,
um menn og viðburði frá bygging
landsins fram á 11. öld. Byskupa-
sögur. Sögur frá seinni tímum,
12. og 13. öld. Noregskonungasög-
ur og sögur frá öðrum löndum.
Fornaldarsögur. Þýddar sögur.
ÍSLENDINGASÖGUR eru á ís-
landi nefndar sögur þær, er gerast
á landnámsöld og söguöldinni
(fram á 11. öld), en á erlendum
málum hafa þær venjulega verið
nefndar ættasögur, til aðgreiningar
frá öðrum greinum íslenzkrar
sagnaritunar. Merkilegast sem
sögulegt heimildarrit og ólík öllum
öðrum sögum er Landnámabók.
Þar segir frá fundi íslands og land-
námi; er greint, hver landnáms-
maður nam land í hverju héraði og
getið ættar hans í Noregi. Segir frá
bústað hans og landnámi, helztu