Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 105
SAGNARITUN ÍSLENDINGA
71
ur. Var liún gefin öðrum manni og
olli að lyktum vígi Kjartans. Minn-
ir þetta á skipti Sigurðar og Bryn-
hildar í Völsungasögu, enda mun
að ræða um áhrif þaðan. Hafa hin
átakanlegu örlög Guðrúnar orðið
mörgum skáldum yrkisefni, inn-
lendum og útlendum. Laxdæla saga
er rituð af mikilli snilld; óáreiðan-
leg er hún sem söguleg heimild, og
kennir í henni áhrifa af riddararóm-
antík. Frá miðri 13. ökl er hand-
ritshrot af sögunni, og mun hún
færð í letur um það leyti.
Grettis saga Ásmundarsonar seg-
ir frá kappanum og ólánsmanninum
Gretti, sem varð sekur skógarmað-
ur og lifði í útlegð í 15 ár, áður en
hann var veginn. Grettir er tal-
inn mestur afreksmaður og krafta-
maður í fornöld; fyrir þá sök og
vegna ógæfu þeirrar, er köld örlög
leiddu yfir hann, hefir hann orðið
nokkurskonar þjóðhetja, og marg-
ar þjóðsagnir myndast um hann.
Grettis saga er vel sögð, en aukin
mjög kynjasögum og æfintýrum og
óáreiðanleg sem heimildarrit. Hún
er frá 14. öld, en er byggð á eldri
sögu, er glatast hefir.
Njáls saga gerist að mestu á Suð-
urlandi. Hún er lengst allra íslend-
ingasagna. Efnið fellur í þrjá hluta„
Fyrsti hlutinn segir frá Gunnari Há-
mundarsyni, aldavin Njáls, vígum
hans og falli, og er byggður á sér-
stakri sögu um Gunnar. Þá
kemur meginþáttur sögunnar um
Njál og syni hans; lauk þeirra æfi
svo, að þeir feðgar voru brenndir
inni. Þá kemur síðasti þátturinn
um brennumálið og hefndir eptir
þá feðga; er aðalhetjan Kári Söl-
mundarson, tengdasonur Njáls,
hinn mesti kappi, er komist hafði á
brott úr brennunni, og loguðu á
honum klæðin. Á næsta Alþingi
eptir brennuna voru brennumenn
sóttir, en málið ónýttist, og barð-
ist allur þingheimur. Kári var jafn-
an á hælum brennumanna, ýmist
einn eða við annan mann, og drap
hvern af öðrum. Elti hann suma
jafnvel til útlanda, en síðan hvarf
hann til íslands aptur, sættist við
Flosa, höfðingja brennumanna og
mægðist við hann. í þessum hluta
sögunnar er merkileg frásögn um
orustuna á Clontarf (1014), sér-
stakur þáttur, er kemur furðuvel
heim við írskar lieimildir.
Af hinum smærri sögum gerast
nokkrar við Faxaflóa, á Vestur-
landi sunnanverðu. Harðar saga
gi’einir frá skógarmanninum Herði
og félögum hans. Sagan hefir ver-
ið forn og áreiðanleg, en af hinni
upphaflegu sögu er nú upphafið
eitt eptir; að öðru leyti hefir sag-
an verið samin upp að nýju og er
að mestu skáldskapur.— Hænsa-
Þóris saga segir frá lítilmenninu
Hænsa-Þóri, er kom því til leiðar,
að Blund-Ketill, góðviljaður höfð-
ingi, var brenndur inni. Af eptirmál-
inu leiddi breyting á skipun dóms,
málanna er íslendingabók segir
einnig frá. Sagan er færð seint í
letur og óábyggileg. — Gunnlaugs
saga ormstungu lýsir ástum Gunn-
laugs og Helgu fögru, sonardóttur
Egils Skallagrímssonar. Meðan
Gunnlaugur dvelur erlendis, giftist
hún skáldinu Hrafni, er hafði flutt
þá fregn til íslands, að Gunnlaug-
ur væri látinn. Þeirra skiptum lýk-