Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 107
.SAGNARITUN ÍSLENDINGA
73
mestu skáldskapur, en til hefir ver-
Ið önnur Svarfdæla saga, eldri og
ábyggileg. — Vaila-Ljóts saga ger-
ist í sama héraði; stutt saga og á-
reiðanleg. — Víga-Glúms saga segir
frá deilum í Eyjafirði; Glúmr er
ihinn mesti kappi, og er uppgangur
hans mikill um eitt skeið, en að
lokum er hann flæmdur af eignum
sínum og deyr í fátækt. Sagan er
vel sögð og áreiðanleg að mestu. —
Ljósvetninga saga er með lengri
sögum og segir frá deilum höfð-
ingja við Eyjafjörð og í Þingeyjar-
þingi. Hún er samsett úr þáttum,
og lítið samhengi á milli; hún virð-
Ist sýna millistig í þróun hinna
stærri sagna, þegar sögur úr sama
Lyggðarlagi eru runnar saman, en
■ekki búið að vinna úr þeim sam-
fellda heild- Sagan virðist mjög
áreiðanleg. Reykdæla saga greinir
•einnig frá héraðsdeilum. Sagan er
fom mjög og virðist færð í letur
beint eptir munnlegri frásögn; hún
■er frábrugðin öðrum sögum í því, að
hún greinir víða tvennar frásagnir
oim sama atburð, án þess að gera
upp á milli, hvort réttara sé.
Sögur þær, sem gerast á Aust-
fjörðum eru allar stuttar. Helztar
■eru: Vápnfirðinga saga, um her-
aðsdeilur í Vopnafirði, skipulega
sögð og áreiðanleg. — Droplaugar-
sona saga um bræðurna Helga og
Grím, fall Helga og hefnd Gríms
eptir hann. í niðurlagi sögunnar
or þess getið, að sonar-sonar-sonur
Gríms hafi sagt söguna; hann mun
hafa verið uppi um 1100, en sagan
mun þó ekki færð í letur fyr en um
1200. — Hrafnkels saga FreysgoSa,
um það, hvernig ást höfðingjans
Hrafnkels á goðinu Frey leiðir hann
til óhæfuverks. Hefndin nær hon-
um og hann missir fé sitt og manna-
forráð, en að lokum sigrast hann
á fjandmönnum sínum og nær apt-
ur eignum sínum. Hrafnkels saga
er með beztu íslendingasögum, þótt
stutt sé, að stíl og samsetning.
Eiríks saga rauða segir frá því
hvernig Grænland fannst og var
byggt frá íslandi, um fund Vín-
lands á meginlandi Norður Amer-
íku og tilraun Þorfinns karlsefnis
til þess að stofna byggð í landinu.
Sagan virðist mjög áreiðanleg og
færð snemma í letur, um 1200. —
Flóamanna saga gerist ýmist á Suð-
urlandi eða Grænlandi; hún er með
yngri sögum og að nokkru leyti
skáldskapur.
Auk þeirra sagna, sem hér hafa
verið taldar, er til mesti fjöldi frá-
sagna, er venjulega greina frá að-
eins einum atburði, oftast um ís-
lendinga erlendis; þessar frásagn-
ir eru nefndar þættir. Þeir eru
margir snilldarverk, einkum mann-
lýsingar þeirra og viðræður.
Þess hefir verið getið, að hinar
yngri íslendingasögur væru mjög
blandaðar æfintýrum og skáldskap.
Síðar hnignaði þessari tegund ís-
lenzkrar sagnaritunar svo mjög,
að menn fóru að rita sögur, sem
voru skáldskapur frá rótum, en
sumar þó um menn, sem liöfðu verið
uppi og þekkjast af öðrum sögum:
Finnboga saga ramma, Kjalnesingja
saga, Þórðar saga hreðu, Víglundar
saga, Bárðar saga Snæfellsáss,
Krókarefs saga.
* v v
BYSKUPASÖGUR. Kristni saga