Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 108
74
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
greinir frá kristniboði á íslandi,
kristnitökunni, hinni elztu skipun
kirkjumála og tveimur fyrstu bysk-
upunum. Sagan byggir mjög á Ara
fróða og er rituð í upphafi 13. ald-
ar. Hungrvaka segir frá fimm
fyrstu byskupunum í Skálholti, á-
gætt heimildairit. Eptir sama höf-
und er saga Páls byskups Jónssonar
(1195—1211) og ef til vill elzta
saga Þorláks byskups helga (1178
—1193), móðurbróður Páls byskups
og fyrirrennara hans á Skálholts-
stóli. Enn eru sögur um hinn fyrsta
Hólabyskup, Jón Ögmundsson hinn
helga (1106—1121), um æfi Guð-
mundar Arasonar hins góða þangað
til hann tók byskupsvígslu (Hóla-
byskup 1202—1237), um Árna Þor-
láksson Skálholtsbyskup (1269—
1298) og Laurentius Kálfsson Hóla-
byskup (1323—1330). Árna saga
byskups er einkum merkileg; hún er
að heita má saga alls landsins um
rúmlega 20 ára skeið (1269—1291),
nákvæm og sannfróð. Því miður
vantar frásögn um 7 síðustu ár Árna
byskups, sem annaðhvort hefir glat-
ast eða höfundurinn aldrei náð að
Ijúka við ritið.
Byskupasögurnar eru nokkuð frá-
brugðnar íslendingasögum. Þær eru
áreiðanlegar mjög um alla viðburði,
en skeyta minna um list í stíl og
framsetning; í sumum þeirra kenn-
ir mjög klerklegrar mærðar. Sögum
hinna helgu byskupa fylgja langar
jarteinaskrár.
* * *
SÖCfUR FRÁ 12. OG 13. ÖLD. Þær
eru flestar varðveittar í hinu mikla
ritverki, sem nefnist Sturlunga saga.
Hafliða saga ok Þorgils um deilur
höfðingjanna Hafliða Mássonar og
Þorgils Oddasonar 1117—1121. Sag-
an er vel sögð og skemtilega og
mun rituð á síðari helmingi 12. ald-
ar. — Sturlu saga um Sturlu Þórð-
arson í Hvammi (1115—1183),
ættföður hinna nafntoguðu Sturl-
unga, deilur hans og málaþras. —
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar (d.
1213) er rituð skömmu eptir dauða
hans. Aðeins síðari helmingur-
inn er í Sturlunga sögu, en sagan
er einnig til sérstök. — Guðmundar
saga dýra um héraðsdeilur í Eyja-
firði í lok 12. aldar. — íslendinga
saga er rituð af Sturlu skáldi Þórð-
arsyni (1214—1284), sonarsyni
Sturlu í Hvammi. Hún ber nafn
með réttu, því að hana má kalla
sögu allrar þjóðarinnar frá 1200
fram yfir 1260. Á þessum tíma voru
deilur miklar með höfðingjum; voru
þeir Sturlungar, synir Sturlu í
Hvammi, framgjarnir mjög og stóð
af þeim mikill ófriður. Þeirra nafn-
togaðastur var Snorri sagnaritari.
íslendinga saga er mjög nákvæm og
áreiðanleg, enda var Sturlu auðvelt
að hafa sannar sagnir af viðburð-
unum. Var faðir hans mjög rið-
inn við atburði á fyrsta þriðjungi
aldarinnar, en Sturla sjálfur við síð-
ari viðburði. Er aðdáunarvert, hve
Sturla er hófsamur og hlutlaus í
frásögn sinni, jafnvel þó að hann
eigi sjálfur í hlut, faðir hans eða
náfrændur. — Þórðar saga kakala
segir frá Þórði Sighvatssyni, bræðr-
ungi Sturlu, er náði völdum á ís-
landi skamma stund. Sagan hefir í
Sturlunga sögu bolað burt frásögn
Sturlu um sömu viöburði. — Svín-
fellinga saga greinir frá deilum