Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 111
SAGNARITUN ÍSUENDINGA
77
Unnu það níðingsverk tveir fyrver-
andi tengdasynir hans, með fullu
vitorði hins þriðja.
Snorri var fremsta skáld sinnar
tíðar, fjölfróðastur og mestur rit-
höfundur. Frá hans hendi höfum vér
tvö rit: Eddu og Heimskringlu.
Snorra-Edda er í þremur köflum;
hinn fyrsti skýrir frá átrúnaði í
lieiðnum sið; annar er kennslubók
fyrir ung skáld í hinni vandasömu
skáldskaparlist; hinn þriðji er
kvæði til Hákonar konungs og
Skúla jarls, og sýnir um leið alla
þá bragarháttu, er menn gátu orkt
undir, og mun Snorri hafa búið til
sum afbrigðin. Sýnir Edda, hvílík
ógrynni af kvæðum, fornum og nýj-
um, Snorri hafði á hraðbergi. —
Heimskringla er nafn á Noregskon-
ungasögum Snorra. Ritið byi’jar á
sögu Ynglinga, forfeðra konungs-
ættarinnar, og er sagan samin eptir
kvæði frá lokum 9. aldar; hefir það
sannast við fornleifarannsóknir, að
gömul minni eru varðveitt í kvæð-
inu. Þá koma sögur konunganna,
hvers af öðrum, fram til 1177. Saga
Ólafs helga er meira en þriðjungur
ritsins; sú saga er og til sérstök og
mun samin á undan hinum hlutun-
um. Snorri gerir í formála grein
fyrir sagnaritun sinni; heimildir
hans eru kvæði hirðskálda og rit Ara
fróða. Telur hann sögn Ara örugga,
og kvæðunum fullkomlega treyst-
andi.
Snorra hefir tekist að bræða upp
úr eldri sögum, kvæðum og munn-
mælum samfellda og listræna heild.
Hann skyggnist bak við ytra borð
hlutanna, leitar að orsök og sam-
hengi og leiðir fram rás viðburð-
anna þannig, að vér sjáum og skilj-
um. Heimskringla er saga kon-
unganna, en ekki þjóðarinnar;
skiptist hún því eðlilega í þætti eptir
konungum, en þættirnir eru á
marga vegu undnir saman, svo að
þráðurinn er hvergi slitinn. Snoni
hefir leitast við að segja frá sem
sannast og réttast, og hann leið-
réttir eldri sagnir með réttara skiln-
ingi á heimildunum (kvæðunum).
En hann bindur sig ekki — eins og
Ari gerði — við það, sem hann gat
talið fullsannað; þá hefði Heims-
kringla orðið önnur en hún er.
Hann ritar einnig það, sem hann
telur sennilegt, eða ekki ástæðu til
að rengja; hefir því slæðst með ým-
islegt, er vér teljum nú til þjóð-
sagna. Hann hefir yndi af að draga
upp myndir úr lífi horfinna kyn-
sióða. Með öryggi og leikni lista-
mannsins sýnir hann oss hætti
þeirra og siði, við daglega iðju, í
friði og herskap, í héraði og við hirð
konungs. Mannlýsingar Snorra eru
frábærar, viðræður lifandi og
smellnar, stíllinn glæsilegur. Með
Heimskringlu hefir íslenzk sagna-
ritun náð hámarki; þar hafa vísindi
og list náð fullkomnustu sam-
ræmi.
Um miðja 13. öld voru þannig til
sögur um Noregskonunga frá forn-
eskju fram á 13. öld. Til þess að
rita sögu Hákonar Hákonarsonar,
er ríkti hálfa öldina gerðist Sturla
Þórðarson, bróðursonur Snorra.
Hann samdi söguna um 1265, þeg-
ar eptir lát Hákonar konungs, ept-
ir sögn hinna kunnugusta manna og
bréfasafni konungs; er sagan því
geysi nákvæm og áreiðanleg, þó að