Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 113
SAGNARITUN ÍSL'ENDINGA
79
munn Óðni. Hálfs saga um Hálf
konung og kappa hans; frá honum
töldu menn ættir, því að tveir son-
arsynir hans námu land á íslandi.
Hrómundar saga Gripssonar var
sögð í brúðkaupinu í Reykjahólum;
Hrómundur var talinn langafi Ing-
ólfs, hins fynsta landnámsma\nns.
Ragnars saga loðbrókar og Ragn-
arssona þáttr um Danakonunginn
Ragnar, er herjaði á Englandi og
var tekinn af lífi, og hefnd sona
hans. Hrólfr kraki var einnig
danskur konungur; í sögu hans eru
forn minni úr sögu Danmerkur og
Svíþjóðar. Friðþjófs saga er ástar-
saga, fræg orðin af ljóðsögu sænska
skáldsins Tegnér’s, er hann orkti
eptir sögunni.
* * *
ÞÝDDAR SÖGUR. Jafnframt
hinni innlendu sagnaritun lögðu
menn stund á að þýða erlendar
(latneskar) sögur. Flestar eru um
heilaga menn og postulana, og þar
með saga um Maríu mey. Þær þýð-
ingar eru gerðar fyrir kirkjuna og
liennar menn; sama máli gegnir um
Gyðingasögu, þýdd af Brandi Jóns-
syni (byskup 1262—63) eptir 1.
Makkabeabók, sögu Játvarðs helga
og Tómas sögu erkibiskups.* Ver-
aldlegs efnis eru Veraldarsaga um
“sex aetates mundi,’’ Rómverjasög-
ur eptir sögu Sallust’s um Jugurtha
og Lukian’s Pharsalia, Trójumanna-
saga eptir alþekktu miðaldariti De
*) Sú saga var lesin fyrir Þorgilsi
Skaría, bró^Sursyni Sturlu sagnaritara, sít5-
asta kvölditS sem hann liftSi, en hann var
veginn at5 næturlagi. “Honum var kostr
á botSinn, hvat til gamans skyldi hafa,
sögr etSa danz, um kveldit. Hann spurt5i,
hverjar sögur í vali væri.. Honum var
sagt at til væri saga Tómáss erkibyskups,
ok kaus hann hana því at hann elskat5i
hann framar en at5ra helga menn.”
excidio Trojae, Breta sögur eptir
Galfrid of Monmouth’s Historia
Brittonum, Alexanders saga, þýdd
af Brandi Jónssyni eptir söguljóð-
um Philips Gautier’s.
* * *
Bókmenntastefnur eiga sér að
jafnaði skamman aldur. Þær eru
sem bára, er vaknar fyrir áhrif
liuldra afla, rís jafnt og hátignar-
lega, teygir fald móti himni og
fellur. íslenzk sagnaritun hefst á
12. öld, dafnar og nær fullum
þroska á 13. öld. í lok þeirrar aldar
hefst hnignunin, og liún varð bæði
ör og gersamleg. Þá eru hin skap-
andi öfl þrotin, — einungis tvær síð-
ustu byskupasögurnar má telja til
14. aldar. En áhugi og ást á hinum
fornu sögum kulnaði ekki út. Menn
rituðu upp eldri sögur af kappi,
juku þær að margvíslegu efni, bæði
úr öðrum sögum og munnmælum.
Margir höfðingjar lögðu stund á að
afla sér sögurita; létu þeir skrifa
saman stórar sögubækur — og rit-
uðu jafnvel sjálfir —, hinar prýði-
legustu að ytra frágangi. Þessi
miklu og vönduðu handrit voru
varðveitt sem dýrgripir mann fram
af manni og mörg geymst til vorra
daga, en hin eldri handrit, minni
og óveglegri, fóru forgörðum. Vér
eigum þessari ástundun að þakka
varðveizlu margra stórmerkra rita.
Merkilegustu söguhandritin eru:
Möðruvallabók frá fyrra hluta 14.
aldar; á henni eru 11 íslendinga-
sögur. Hauksbók, að mestu rituð
af Hauki lögmanni Erlendssyni um
1300; í henni eru Landnámabók,
kristni saga og fleiri sögur og mörg
rit guðfræðilegs og náttúrufræði-