Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 115
*S>i<£>a§Mipi£iira £ Sslainidll
Eftir biskup dr. theol. Jón Helgason
Fyrstu þrjár aldirnar eftir að
kristni var lögtekin á íslandi var
kirkja landsins í besta skilningi
þjóðleg stofnun. Hina suðrænu
menningu, sem með kristninni flyst
inn í landið tókst kirkjunni að sam-
þýða fagurlega því, sem fyrir var
af þjóðlegri menningu í landinu. í
lifandi samstarfi við kirkjuna þró-
aðist þjóðfélagið. í skjóli hennar
blómgaðist sú menning sem verða
skyldi mesti heiður hins fámenna
þjóðfélags öldum saman og alt fram
á þennan dag, og öllu öðru fremur
má þakka það, hversu tekist hefir
að varðveita tungu og þjóðemi.
Kirkjunnar menn lögðu grundvöll
íslenskrar sagnaritunar, þeir urðu
fyrstir til að safna Eddu-kvæðunum
og með fulltingi þeirra voru elstu
lög vor í letur færð. Kirkjunnar
menn verða þannig aðalmenningar-
frömuðir íslands þjóðar á farsæl-
asta tímabili íslenska þjóðveldisins.
En með þeirri breytingu, sem varð
úti hér á stjórnarfarinu, er landið
gekk undir konung, hefjast hnign-
unar- og eymdartímar fyrir hina
íslensku þjóð. Hið þjóðlega krist-
nihald var að vísu horfið að mestu
áður. Fyrir því hafði hið norska
erkibiskupsvald séð eftir að erki-
stóll hafði verið settur í Niðarósi,
sem hafði í för með sér vaxandi af-
skifti erkistólsins af málum íslensku
kirkjunnar. En fyrir alvöru hefst
hin kirkjulega hnignun ekki fyr en
kemur fram á 14. öldina og það
verður sama sem föst venja, að
skipa íslensku biskupsstólana út-
lendum mönnum. Þessir menn
voru alókunnugir lífi og háttum
landsmanna, lögðu enga rækt við
sögu þjóðarinnar tungu og bók-
mentir, álitu íslenskt þjóðerni sér
með öllu óviðkomandi og létu hag
þjóðarinnar liggja sér í léttu rúmi.
Biskupsár sín á íslandi skoðuðu
þeir sem einskonar útlegðarár, sem
þeir notuðu til þess í eigin hags-
munaskyni að féfletta landsmenn,
og höfðu enda í frammi allskonar
ójöfnuð og yfirgang til þess að
gera sér dvölina hér úti sem arð-
samasta. Að landsmenn ekki hóf-
ust handa gegn slíkum yfirmönnum
kirkjunnar, vottar betur en nokkuð
annað, hve allur þróttur var þorr-
inn með landsmönnum. Það er
eiginlega ekki fyr en kemur inn á 16.
öld, að leikmenn fara að hugsa um
að bindast samtökum í því skyni
að hrinda af sér hinu útlenda kúg-
unarvaldi. Og þá var þjóðarviljinn
ekki einbeittari en svo, að þessi
bændasamtök fóru öll í handa-
skolum, svo að minna en ekkert
hafðist upp úr þeim. En þessi ó-
ánægja landsmanna gegn hinum
andlegu leiðtogum, yfirgangi þeirra
og valdamisbrúkun og hirðuleysi
þeirra um alt, er laut að andlegri
þjóðarheill, beindist þó ekki að
kirkjunni sem slíkri eða kenning
hennar. Allur almenningur bar,
að því er best verður séð, fullkomið