Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 116
82
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
traust til kirkjunnar sem hjálpræð-
isstofnunar, rækti helgar tíðir eins
samviskusamlega og kringumstæð-
ur leyfðu, hafði helgar athafnir um
hönd með lotningu og var örlátur
við kirkjur og klerka. Um vitandi
vantrú og afneitun trúarsanninda
kirkjunar, var alls ekki að ræða, en
kristindómslíf manna varð hins
vegar aðallega fólgið í ytri hlýðni
við boðorð kirkjunnar um tíöahald
og guðræknisiðkanir.
Síðustu biskuparnir á íslandi í
katólskum sið voru báðir af íslensku
bergi brotnir: Ögmundur Pálsson í
Skálholtsbiskupsdæmi (1521-41) og
Jón Arason í Hólabiskupsdæmi
(1524—50). Voru þá liðin rúm
200 ár síðan setið höfðu sam-
tímis íslenskir biskupar á báðum
biskupsstólum. Vígslutaka þess-
ara síðustu katólsku biskupa boð-
aði þó engan veginn neina stefnu-
skrárbreytingu á stjór'n kirkjunnar
mála úti hér, þótt báðir væru alís-
lenskir menn. Drotnunargirni og
auðshyggja urðu aðaleinkenni
þeirra beggja í embætti og megin-
hvöt flestra athafna þeirra, enda
var vald þeirra og vegur engu minni
en forvera þeirra, sem lengst kom-
ust. Um Ögmund biskup ber öll-
um saman, að hann væri hreinn að
siðum og héldi stranglega ákvænis-
boðorð kirkjunnar, ekki síður en
föstufyrirmæli hennar, enda hinn
aðfinningasamasti um framferði
manna. En aðfinslur hans báru
ekki altaf tilætlaða ávexti, af því að
sá grunur lék á, að þær væru með.
fram sprotnar af löngun til þess að
láta menn kenna á valdi sínu og til
þess að gera sér ávirðingar manna
að féþúfu, með því að heimta bætur
af slíkum mönnum. Auk þess var
hann manna geðríkastur og sást
lítt fyrir vali orða sinna, er honum
mislíkaði við einhvern. Hann varð
því lítt vinsæll maður og átti í sí
feldum erjum við menn um verald-
leg efni, enda mátti segja, að þeir
veraldarhöfðingjar væru fljótt tald-
ir í biskupsdæmi hans, sem hinum
ágjarna og drotnunargjarna biskupi
ekki fyr eða síðar lenti saman við.
Einnig Jón Arason var maður ráð-
ríkur og drotnunargjarn, engu síð-
ur en Ögmundur biskup, og hinn á-
gjarnasti til fjár og landa hvar og
hvenær sem því mátti við koma.
Og samfara yfirgangi hans var mjög
áberandi tilhneiging til frænda-
framdráttar. En bæði það, að hann
var gáfumaður mikill og ágætis-
skáld, svo að enginn samtíðar-
manna hans stóð honum framar í
þeirri grein, og eins það, hve að-
sópsmikill hann var í allri fram-
komu og mikill höfðingjabragur á
honum, ávann honum bæði aðdá-
un og lotningu þeirra, sem undir
hann voru gefnir, svo að þeim veitti
auðveldara að sjá í gegnum fingur
við annars áberandi bresti hans og
fyrirgefa þá. Meðal annars var
einkalíf Jóns biskups alls ekki svo
lýtalaust sem skyldi þar sem í hlut
átti kirkjuhöfðingi. Hann hafði
snemma, þrátt fyi'ir ókvænisfyiir-
mæli kirkju sinnar, tekið sér konu
til fylgilags, lifði í sarnbúð við hana
til æfiloka og átti með henni alls
níu börn. Af þeim náðu sex full-
crðinsaldri og urðu þau svo kynsæl
að nú mun sá íslendingur trauðla
uppi vera, sá er á annað borð verð-