Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 117
SIÐSKIPTIN Á ISLANDI
83
ur ættfærður, að ekki sé að einhver-
ju leyti kominn af ætt Jóns Arason.
ar biskups.
Framan af var mikill fjandskapur
með þeim biskupunum Ögmundi og
Jóni. Hafði Ögmundur biskup
ætlað öðrum manni biskupstign á
Hólum og því gert alt, sem hann
gat, til þess að vinna á móti kjöri
Jóns í Hólabiskupsdæmi og stað
festingu þess hjá erkibiskupi og
dómklerkaráði í Niðarósi. En í
þeirri viðureign bar Jón Arason full-
an sigur úr býtum. Varð út af
því stappi mikil óvinátta með þeim
biskupunum framan af. Þó kom-
ust sættir á með þeim eftir nokkur
ár, enda þótt innileg vinátta tækist
aldrei með þeim. En þeim hefir
verið farið að skiljast báðum, að
nýjir tímar kynnu að vera í aðsígi,
og hafa látið það verða sér hvöt til
að sættast og binda með sér “and-
legt bróðerni í guði’’, í stað þess að
standa á öndverðum meiði hvor við
annan. Því að þótt enn væri ekki
tekið að bóla á hinum nýja sið hér
á landi, þá voru samgöngurnar við
umheiminn svo greiðar, að vel mátti
gera ráð fyrir, að sú alda bærist út
hingað þegar minst varði.
Hvenær fyrst tekur að bóla á
kenningum siðbótarinnar úti hér,
verður ekki sagt með neinni vissu.
Samgöngurnar milli Þýskalands og
íslands voru svo nánar í þá daga,
að fregnirnar af hinni miklu trúar-
hreyfingu, sem Lúter hafði vakið
á Þýskalandi, hafa hlotið að berast
all snemma út til íslands. Eins er
•engan veginn ósennilegt, að eitt-
hvað af ritum siðbótarmanna hafi
■snemma borist hingað með þýskum
farmönnum. En nánar verður
ekkert um þetta fullyrt. Hinar
allra fyrstu áreiðanlegu spurnir, sem
vér höfum af samúð hérlendra
manna með hinni nýju kenningu,
eru frá árinu 1533. Tveir ungir
menn, sem kynst höfðu kenningum
Lúters voru þá til heimilis á biskups-
setrinu í Skálholti: Oddur Gott-
skálksson (sonur næstsíðasta ka-
tólska biskupsins á Hólum) og
Gísli Jónsson (er varð kirkjuprestur
í Skálholti og að lokum þriðji
evangeliski biskupinn í Skálholts-
stifti). Þeir komu saman í húsi
staðarbrytans, Odds Eyjólfssonar og
kyntu sér hin nýju fræði, sennilega
af ritum, sem Oddur Gottskálksson
hafði flutt með sér, en hann var þá
nýkominn frá útlöndum og hafði
gerst ritari Ögmundar biskups.
Hafði Oddur verið við nám m. a. á
Þýskalandi, kynst þar hinni evan-
gelisku trúarhreyfingu og gerst
henni af alhug fylgjandi, þó eftir
allmikið hugarstríð. En ekki var
það á vitorði biskups, að Oddur
hafði aðhylst hina nýju trúarstefnu,
enda má gera ráð fyrir, að biskup
hefði ekki ráðið hann í sína þjón-
ustu, ef honum hefði verið kunnugt
um það. Hve mikið alvörumál sið-
skiftin hafa verið Oddi Gottskálks-
syni getum vér ráðið af því, að á
þessum árum tekur hann í hjáverk-
um sínum að vinna að útleggingu
Nýja testamentisins á íslenska
tungu. Segir sagan, að hann hafi
látið gera sér pall í fjósi, til þess
að geta í næði unnið að þýðingar-
starfinu, án þess að húsbóndi hans,
biskupinn, fengi nokkurn pata af,
hvað hann hafði fyrir stafni. Þó