Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 118
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFRLAGS ÍSLENDINGA
gat biskupi ekki dulist það til lengd-
ar, að kenning Lúters var farin að
láta bóla á sér og það í meiri ná-
munda við biskupssetrið en honum
gott þótti. Eru enda nokkrar lík
ur til þess, að burtför Odds úr Skál-
holti, eftir fjögra ára dvöl þar, hafi
staðið í einhverju sambandi við
grunsemdir, sem biskup hafi fengið
á Oddi um fylgi við hinn nýja sið.
Síðasta dvalarár Odds í Skálholti
hafði nýr maður bæst í hóp siðbót-
arvinanna þar, líklega vorið 1536.
Þessi maður var Gissur Einarsson er
verða skyldi aðalmerkisberi liins
nýja siðar og brautryðjandi á ís-
landi og fyrstur evangeliskur biskup
í Skálholtsbiskupsdæmi.
Um uppvöxt Gissurar Einarsson-
ar vitum vér aðeins fátt með áreið-
anlegri vissu. Hann var af fátæku
alþýðufólki kominn og er venju-
lega talinn fæddur 1508 eða 1509;
en annars nokkur óvissa um fæð.
ingarártalið. Föðursystir hans, sem
var abbadís í Kirkjubæjarklaustri,
tók hann að sér, er hann hafði mist
föður sinn, og kom honum til lær-
ingar fyrst í Þykkvabæjarklaustri,
en síðar í Skálholti undir handar-
jaðri Ögmundar biskups. En Ög-
mundi gast svo vel að hinum unga
manni, að hann sendi hann til Ham-
borgar til frekara náms. Hvaða ár
það hefir verið, verður ekki með
vissu sagt, né heldur hve lengi hann
liefir dvalist erlendis. Sumir ætla,
að hann hafi verið þar aðeins tvö
ár, en aðrir sjö, og er hið síðartalda
miklu sennilegra. Allar líkur eru
til að Gissur hafi horfið aftur til ís-
lands 1533. Fór hann fyrst í Skál-
holt, en Ögmundur biskup vildi ekki
vita af honum í sínum húsum, er
hann komst á snoðir um fylgi hans
við lúterska kenningu. Gissur dvaldi
því næstu þrjú ár sumpart hjá móð-
ur sinni, en sumpart á Þykkvabæj-
arklaustri, ráðinn til þess að kenna
munkunum þar Latínu.
Um þessar mundir hafði Ögmundi
biskupi tekið mjög að förlast sjón
og þar kom, að hann treystist ekki
til að halda embætti áfram. Lét.
hann því á almennri prestastefnu
1535 kjósa sér eftirmann í embætt-
iö, systurson sinn Sigmund Eyjólfs-
son prest í Hítardal. En nokkuru
eftir að Sigmundur hafði tekið
biskupsvígslu af erkibiskupinum í
Niðarósi, sýktist hann og andaðist
þrem vikum síðar í Noregi. Þegar
Ögmundi biskupi vorið eftir bárust
þau tíðindi, sá hann sig tilneydd-
an að halda embætti sínu áfram
um hríð, en treysti sér ekki til að
anna jafn umsvifamiklu embætti án
meiri hjálpar en hann hafði til þess
notið hingað tll, svo mjög sem
sjóndepra hans ágerðist. Að vísu
var Oddur Gottskálksson ennþá í
Skálholti, en þar var, eins og nú
var komið, meira en nóg að starfa
fyrir tvo aðstoðarmenn. Var þetta
til þess, að nú leitaði Ögmundur
biskup til Gissurar og falaði hann
í þjónustu sína. Og tók Gissur
því boði. Sennilega hefir þó Ög-
mundur biskup haldið spurnum fyrir
um Gissur hjá ábótanum í Þykkva-
bæjarklaustri, og ráðið hann til sín,
að fengnum góðum vitnisburði
ábótans.
Þegar Gissur kom aftur í Skál-
holt hafði hann ennþá enga klerk-
lega vígslu tekið og mun biskup