Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 119
SíÐSKIPTIN Á ISLANDI
85
hafa veitt Gissuri djáknavígslu þeg-
ar fyrsta sumarið, sem hann var í
hans þjónustu. En svo mikið traust
fékk biskup á Gissuri, að biskup
velur hann seinna um sumarið til
sendifarar með áríðandi skjöl og
skrif til erkibiskupsins í Niðarósi.
Gera má ráð fyrir, að dvöl Gissurar
ytra þennan tíma hafi til fulls opn-
að augu hans fyrir því, hver um-
skifti væru í aðsígi, og að dagar
kirkjuvalds og páfadóms þar í Nor-
egi og annarsstaðar um Norður-
lönd væru sem taldir.
Þó fór Gissur að engu óðslega
eftir heimkomu sína úr utanför
þessari. Oddur Gottskálksson var
þá farinn, eða í þann veg að fara.
burt úr Skálholti. En Gísli Jóns-
son var þá orðinn kirkjuprestur þar
á staðnum, svo að Gissur hefir
ekki staðið einn með sínar evangel-
isku skoðanir, þótt Oddur væri á
burtu. En ekki sést neinstaðar vott-
ur þess, að Gissur hafi beitt sér
vegna hinnar evangelisku kenn-
ingar, svo að hann reyndi til að
afla henni fylgis.
Árið 1537 gaf Kristján konungur
út nýja kirkjuskipun (ordinantia),
og var hún samþykkt af ríkisráði
beggja landanna Danmerkur og
Noregs. Var það áform konungs að
fá þessari kirkjuskipun einnig kom-
ið á á íslandi. Þó var því máli
ekki hreyft úti hér fyr en næsta ár,
það menn vita til. En þá um sum-
arið (1538) bar hirðstjóri konungs
á íslandi, Klaus van Marwitzen,
hina nýju evangelisku kirkjuskipun
undir atkvæði beggja hinna katól-
sku biskupa á Alþingi. Hverju Jón
biskup Arason hefir svarað til
þeirra mála, vita menn ekki. En
um Ögmund biskup er það kunn-
ugt, að hann skipaði nefnd tólf
klerka til að athuga kirkju skipun-
ina, og sem við mátti búast varð
niðurstaðan sú, að þeir lögðu það
til, að henni yrði á bug vísað. Hirð-
stjóri konungs tók þessu með mestu
stillingu, enda hefir hann naumast
getað búist við betri undirtektum
fyrst í stað. Svo er að sjá sem
klerkar á Alþingi hafi í ‘innsigluðu
bréfi” til konungs tjáð honum á-
stæður sínar fyrir undanfærslu
sinni, en hverjar þær ástæður hafa
verið, vitum vér ekki. Þó kynni
að mega ráða hverjar þær hafi ver-
ið af bréfi, sem Ögmundur biskup
ritar alþýðu manna í biskupsdæmi
sínu um hina nýju kirkjuskipun,
skömmu eftir Alþingi. í þessu bréfi
fer hann býsna lofsamlegum orðum
um kirkjuskipunina, að því er varð-
ar lærdóma trúarinnar, hún sé að
öllu “samhljóða við guðs lög og
lands,” en telur jafnframt tormerki
á að framkvæma fyrirmæli henn-
ar um breytingu á messuembætti og
tíðahaldi sökum örbirgðar og van-
þekkingar landsmanna. Að hinn
aldraði katólski biskup hafi í bréfi
þessu talað þvert um liuga sinn, er
ekki sennilegt, enda tilgangslaust í
bréfi til íslenskrar alþýðu. Hitt er
sönnu nær, að biskup hafi alls ekki
verið farinn að kynna sér kirkju-
skipunina, er hann ritaði bréf þetta,
enda er þess að minnast, að hann
var þá orðinn því sem næst blind-
ur.
En í mars 1539 sendir biskup nýtt
umburðarbréf til lærðra manna og
leikra í biskupsdæmi sínu, og hefir