Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 126
TlM'ARIT ÞJ0ÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
92
sið. En þar var og hreyft öðru
nýmæli af biskupi. Til þess að
taka fyrir alt fylgikonuhald, svo sem
ósæmandi mönnum í prestastöðum,
lét biskup það boð út ganga, að
prestar “bindi sitt hjúskaparband og
séu eigingiftir’’, allir þeir, sem ekki
hafi bindindisgáfu af guði þegið, svo
að þeir geti lifað í ókvæni. Varð
séra Einar Árnason officialis í Valla-
nesi fyrstur presta á landi hér í
evangeliskum sið, til að ganga í lög-
skipað hjónaband. Sjálfur kvænt-
ist Gissur biskup ekki fyr en tveim
árum síðar (1543), og gekk þá að
eiga Katrínu Hannesdóttur, hirð-
stjóra Eggertssonar (dótturdóttur
Björns Guðnasonar í Ögri). —
Þótt hin nýja kirkjuskipun ætti
nú að heita leidd í lög í Skálholts-
stifti, þá vantaði mikið á, að hún
væri frá samri stundu orðin regla
og mælisnúra fyrir öllu kristnihaldi
þar í biskupsdæminu. Breytingin
frá því, sem áður hafði tíðkast í
þeim efnum, var of mikil til þess, að
henni yrði á komið í einni svipan.
Fyrir því má ráð gera, að þeir prest-
ar, sem goldið höfðu lögtöku hennar
jákvæði á Alþingi (1541), hafi er
heim kom, tekið að breyta guðs-
þjónustuhaldi og siðum í samræmi
við hana, enda má ætla, að Gissur
biskup hafi reynt að fræða þá um
hið helsta, er gæta þurfti í þeim efn-
um. Eins má ætla, að hann hafi
á yfirreiðum sínum látið sér um það
hugað, að veita prestum slíka fræð-
slu. En framan af hefir allur þorri
presta látið sitja við gamla siðu í
öllu því, er að guðsþj.-haldi laut,
og það því fremur, sem ekki hefir
verið hægt að senda út um biskups-
dæmið prentuð eintök af kirkju-
skipuninni, þar sem þau voru engin
til. Gissur biskup var þá líka meiri
vitsmunamaður en svo, að honum
dytti í hug að sýna mönnum óvægni
eða umburðarleysi í kröfum sínurn
í þessu tilliti.
Þótt gera megi að sjálfsögðu ráð
fyrir, að mörgum presti hafi verið
lítið um kirkjuskipun þessa, verður
furðulítið vart við verulega andúð
af presta hálfu gegn Gissuri biskupi
vegna áhuga hans á að fá hana lög-
tekna, og þess verður þvi síður vart,
að Gissur hafi sætt nokkuru aðkasti
frá prestastétt stiftisins fyrir það.
Voru þó ýmsir stórlbokkar innan
þeirrar stéttar í þá daga ekki síður
en áður, sem síst létu sér alt fyrir
brjósti brenna, er því var að skifta.
Vafalaust stendur þetta nokkuð í
sambandi við áhugaleysi margra
presta um trúmálin. Fengju þeir
að halda sínum “kennimannlegum
fríheitum ókreinktum,” létu þeir sér
á sarna standa um hitt, enda var
lærdómur þeirra flestra af skornum
skamti og skilningurinn eftir því á
þessu, sem hér var að gerast. En
meðfram verður að þakka þetta
lægni og lipurð Gissurar biskups í
allri framkomu hans við prestana,
sem ávann honum fylstu virðingar
þeirra og gerði þeim ógeðfelt að
snúast á móti honum, eins og þeir
líka gátu ekki annað en dáðst að
lærdómi hans og óvenjulegum gáf-
um, enda þótt hann héldi fram frá-
brigðilegum skoðunum í trúar-
efnum.
Hitt er miklu skiljanlegra hve
fljótt og nærri því eindregið flest-
ir veraldlegir höfðingjar snérust til