Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 128
94-
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFBLAGS ISLENDINGA
hafi alls ekki til íslands komið, en
sumpart “líkamlegan kranleika,”
sem gerði það að verkum, aö hann
sé “ekki maður til að gefa sig til
sjós upp á svo langa reisu til yðar
náðar herradóms.’’ En það, sem
“fátækur almúgi í Hóla-dómkirkju-
stifti kann og má guði yðar herra-
dómi til heiðurs og æru gera, svo
og hvað þessir (sendi)menn vilja
yðrum herradómi lofa, og yðar kon-
unglegt majestet vill upp á mig
setja, skal ég á guðs vilja vel helda,
eftir minni formegun, það ég kann
og má og get gert.” Þessi fyrir-
vari sýnir, að Jón biskup vill hafa
vaðið fyrir neðan sig í þessum mál-
um, ef sendimenn hans kynnu að
fara lengra en honum gott þætti í
loforðum sínum til konungs. Komu
þessir sendimenn til Kaupmanna-
hafnar nokkrum vikum seinna en
Gissur biskup, og verður ekki ann-
að séð, en að farið hafi hið bezta
á með þeim og Gissuri biskupi, og
þeir enda haldið sig mjög að hon-
um, meðan þeir dvöldu erlendis.
Gissur biskup dvaldist nú í Kaup-
mannahöfn fram í nóvembermánuð.
Hefir hann tjáð konungi og ríkisráði
alt um hag kirkjunnar á íslandi og
þá fyrst og fremst um horfurnar
fyrir hinn nýja sið. Sýna bréf
nokkur, sem Gissur fékk frá kon-
ungi áður en hann fór heimleiðis,
hve mikið traust konungur og ríkis-
ráð hefir fengið á honum við þær
ráðstefnur, sem þeir áttu með hon-
um. Því að bréf þessi veita öll
framgang aðaláhugamálum hans
um hag íslenskrar kristni.
Um sendimennJóns biskups vit-
um vér fátt annað en það að þeir
hétu konungi fullri hlýðni og holl-
ustu um siöaskiptin.fyrir hönd um-
bjóðanda síns,Jóns biskups.og unnu
eið að því. En Jón biskup hafði með
fyrirvara sínum, sem fyr segir, vilj-
að hafa vaðið fyrir neðan sig, er
hann seldi þessum trúnaðarmönn-
um umboðið í hendur, og áleit sig
því síður bundinn af því, sem þeir
höfðu lofað fyrir hans hönd.
Með allri framkomu sinni hafði
Gissur biskup sýnt, að hann var
þeim skapkostum búinn, þeim vits-
munum, þeirri gætni og stjórn—
visku, að honum mátti til fulls, og
það öllum öðrum fremur, treysta til
að leiða áhugamál konungs um
siðaskiftin til farsælla lykta. Enda
var nú ekkert framar því til fyrir-
stöðu að honum mætti veita sams-
konar vígslu og öðrum tilsjónar-
mönnum kirkjunnar í ríkjum kon-
ungs. Fór vígslan, sem fyr segir
fram í Kaupmannahöfn 3. október
1542, og varð Pétur Palladíus
Sjálandsbiskup til að veita honum
hana, fyrstum þeii-ra biskupa, sem
hann vígði. Evangelisku biskup-
ana, dönsku, er á undan Gissuri
höfðu biskupsvígslu tekið, hafði
Búgenhagen vígt.
Það var nú ekki neitt smávægi-
legt verkefni, sem beið Gissurar við
heimkomuna, að koma kirkjunn-
ar málum í sem bezt horf í
samræmi við hin nýju kirkjulög, og
siðaskiftunum á fastan fót í bisk-
upsdæminu. En í þessu sýndi
Gissur biskup alt í senn, óvenjulegt
starfsþrek, ráðhygni og varfæmi.
Þótt prestastéttin, eins og áður er
vikið að, sýndi honum engan tiltak-
anlegan mótþróa, og þótt höfðingj-