Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 130
96
TlMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
ast við, er ræður skyldi semja. En
vegna þeirra presta, sem allsófærir
voru til að semja prédikanir frá eig -
in brjósti, eða með stuðningi á út-
lendum bókum, lét hann prenta pré-
dikanir eftir þýskan siðbótarmann,
prestinn Antoníus Corvínus (Kor-
vins-postillu) í íslenskri þýðingu
eftir Odd Gottskálksson.
Af embættisbróður sínum nyrðra
gat Gissur biskup auðvitað ekki
vænt sér stuðnings í umbótaverki
sínu. Til þess var djúpið of mikið,
sem staðfest var milli þeirra bisk-
upanna, er voru hvor um sig odd-
vitar gagnstæðrar skoðunar á trú-
málum. Miklu meiri undrun má
það sæta, að ekki verður betur séð,
en að gott samkomulag hafi með
þeim verið. Svo er jafnvel að sjá,
sem þeir hafi snemma bundið með
sér einskonar bandalag um að eiga
frið sín á milli og styðja hvor annan
til allra réttra mála, og jafnvel gert
innsiglaðan samning þar að lútandi.
Þetta góða samkomulag biskup-
anna hélst þá líka meðan báðir lifðu.
Eina deilumálið, sem upp kom milli
þeirra, var út af jarðeignum, sem
Jón taldi sig eiga, og fékk sér enda
dæmdar, — en ekki létu þeir það
verða að misklíðarefni, er skert
gæti vináttu þeirra. Naumast hefir
þó þessi vinátta nokkuru sinni verið
nema á yfirborðinu, enda kom það
í ljós jafnskjótt og Gissur var fall-
inn frá. En dauða Gissurar bar
skjótar að en við hefði mátt búast
um jafn ungan mann.
í Kaldaðarnesi var róðukross einn
mikill og hinn mesti átrúnaður á
honum. Um Kyndilmessuleytið
1548 reið Gissur biskup þangað og
tók ofan krossinn. En á heimleið-
inni tók biskup sótt, er leiddi hann
til dauða. Leit alþýða svo á, að
dauði Gissurar væri guðs dómur, —
refsing fyrir það syndsamlega at.
hæfi hans að taka ofan krossinn.
Hefir hann þá sennilega verið tæp-
lega fertugur að aldri.
Enda þótt gert sé ráð fyrir því
sem sjálfsagt er að Gissur biskup
hafi í ýmsu verið barn sinna tíma
eins og aðrir menn, þá verða mann-
kosta-yfirburðir hans nægilega á-
þreifanlegir til þess, að auðvelt er
að ganga úr skugga um, að þar er
einn af ágætismönnum þjóðar vorr-
ar sem Gissur var. Vér finnum f
fari hans ýmsa þá mannkosti á háu
stigi, sem vér söknum í fari svo
margra fyrirrennaa hans og eins
þeirra biskupanna beggja, sem lifðu
honum samtíða, Ögmundar og Jóns
Arasonar. Vitanlega voru þeir báð-
ir hagsýnir menn og stjórnsamir,
en hjá Gissuri eru þessir eiginleikar
samfara réttsýni, mannúð og mildi,
sem ekki verður um hina sagt.
Hann var, eins og fyr er sagt, frið-
semdarmaður hinn mesti, er hafði
óbeit á öllu málaþrasi. Hann vildi
bæta siðferði manna bæði lærðra og
leikra og var sjálfur hinn vandað-
asti að öllu siðferði; en umvandanir
hans um siðferði manna voru ávalt
samfara umburðarlyndi. Menta-
vinur hefir Gissur verið enda hlaut
honum að liggja í augum uppi hve
mikilvæg vaxandi mentun hlaut að
vera fyrir framgang hins nýja siðar.
Fyrir því var honum það áhugamál,
að skólar yrðu settir á fót í klaust-
runum og tókst að fá loforð kon-
ungs fyrir því, þótt ekki næði það