Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 133
SIíÐSKIPTIN Á ÍSLANDI
99
ups, kanslara konungs ítarlegt bréf,
]3ar sem þeir sumpart reyna að rétt-
læta gerðir Jóns biskups, en sum-
part reyna að telja honum trú um,
að þeir séu ekki eins andvígir hin-
um nýja sið og haldið sé. Þeir
meira að segja bjóðast nú til að
játast undir hina nýju kirkjuskipun
Kristjáns konungs, sem þeir hingað
til höfðu barist hvað fastast á móti!
En þetta undanhald þeirra sýndi
bezt, að barátta þeirra gegn hinum
nýja sið var ekki svo mjög af trúar-
áhuga sprottin sem af valdagirni.
Um haustið tóku þeir feðgar sig
upp á nýjan leik allliðsterkir og riðu
vestur í Dali. Var tilgangur far-
arinnar sá aðallega að sækja heim
Daða Guðmundsson, ef takast mætti
að ná honum á sitt vald. Héldu þeir
til Sauðafells, þar sem Daði átti bú,
því að staðurinn var hans eign; en
sjálfur bjó Daði í Snóksdal. En er
Daði frétti um komu biskups vestur
safnaði hann liði og hélt til Sauða-
fells. Lyktaði þeim samfundum á
þá leið, að Daði fékk handtekið þá
alla þrjá, biskup og sonu hans.
Höfðu þeir búist til vamar í kirkj-
unni og læst að sér, en Daði og
menn hans komust inn með því að
rífa kórgaflinn. Voru þeir síðan
fluttir í Snóksdal og hafðir þar í
haldi, en síðar færðir í Skálholt.
En með því að umboðsmaður kon-
ungs treystist ekki að geyma þá um
veturinn á Bessastöðum, urðu menn
á eitt sáttir um að “öxin og jörðin
geymdi þá best.” Lauk þeim málum
því svo, að Jón biskup og synir
hans Ari og Björn, voru án dóms
og laga af lífi teknir í Skálholti með
öxi 7. nóvember 1550.—
Svo sem að líkum ræður þóttu
þetta ill tíðindi er fregnin um af-
töku Jóns biskups og sona hans
barst norður. Var ekki beðið boð-
anna með að koma fram hefndum,
því að þegar veturinn eftir var um-
boðsmaður konungs drepinn á
Bessastöðum ásamt sveinum hans
sem til náðist, því að menn hikuðu
ekki við að gefa Dönum sök á
dauða biskups fyrir böðulöxinni.
Hins vegar var dauði biskups tal-
inn píslarvætti af alþýðu manna,
svo almennt sem álitið var, að trú-
aráhugi hefði verið undirrót allra
athafna biskups.
Þannig hafði mönnum þá tekist
að kæfa mótþróa íslendinga gegn
nýja siðnum í blóði Jóns Arasonar
og sona hans, því að upp frá þessu
verður einskis mótþróa vart svo telj-
andi sé. En þótt svo ætti að heita
sem siðaskiftunum væri komið á
um alt land, er Norðlendingar 15.
júní 1551 unnu Kristjáni konungi
hollustueiða og samþykktust með
því um leið hina nýju evangelisku
kirkjuskipun, þá liggur í hlutarins
eðli að þessi siðskifti voru aðeins á
bláyfirborðinu. Því að enn voru
skilyrðin fyrir trúarlífi í evangel-
iskum anda harla smá víðast um
land. Rétt álitið hafði siðbreyting-
in til þessa verið mestmegnis nei-
kvæðs eðlis, þ. e. miðað að því að
rífa niður það, sem fyrir var. Á
Suðurlandi var breytingin þó heldur
að færast í áttina, og mátti þakka
það starfi Gissurar biskups og sam-
herja hans. En á Norðurlandi var
akurinn enn með öllu óplægður. Að
fáeinum undanteknum höfðu Norð-
lendingar alls ekki fengist til að