Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 135
—eftir—
Pál Bggert Olason, Ph. D.
Prófessor í íslandssögu við Háskóla íslands
Það er mjög algengt meðal út-
lendra ritliöfunda að tala um end-
urfæðingu eða endurvakningu ís-
lenzkra bókmennta við byrjun seytj-
ándu aldar. Við nákvæma rannsókn
verður það ljóst að tvær hliðar eru á
þessu máli, og snýr önnur að íslend-
ingum sjálfum en hin að útendum
bókmenntum. Báðar þessar hliðar
verður að athuga gaumgæfilega áð-
ur en komist verður að algildri nið-
urstöðu.
Vér skulum fyrst beina athygli
vorri að íslendingum sjálfum og at-
huga þekkingu og menntun þeirra,
en þó einkum almennings, á sext-
ándu öldinni, sérstakega þeim
hluta aldarinnar er liggur fyrir
framan siðskiptin, það er að segja,
hundrað árum fyrir þann tíma að
Norðurálfuþjóðir fara að veita ís-
lenzkum ritum eftirtekt. Upplýs-
ingum vorum verðum vér að safna
saman á víð og dreif, úr ritum, bæði
útlendum og íslenzkum. Af útlend
um heimildum viljum vér tilfæra
vitnisburð tveggja samtímismanna,
er annar var danskur en hinn Norð-
maður.
Petur Palladíus Sjálandsbiskup,
höfuðforkólfur siðskiptanna í Dan-
mörku, kemst svo að orði í bréfi
einu til íslands: “Jesús Kristur...
vill, að ísland verði sannkristið land,
ásamt öðrum löndum, og hverfi frá
allri þeirri villu, sem runnin er frá
Rómaborg, og taki aftur við réttum
sáluhjálparlærdómi sem runnin er
frá Jerusalem og Zion. Þetta hefir
hann sýnt með því að hann lætur
landa yðvarn; Odd Gottskálksson,
fá yður í hendur Nýja Testamentið
á yðar eigin tungu, til þess að þér
því betur getið numið heilagt guð-
spjall og evangelium, sem ég er
orðinn þess vísari, að ekki séu
margir í landinu, er geti ekki sjálfir
lesið og skrifað móðurmál sitt er
þetta mikilsverður og dásamlegur
hlutur og leiðir til mikilla nytja,eink-
um á þessum tíma, er guð sendir
yður bækur úr heilagri ritningu,
svo að hver geti sérstaklega á helg-
um dögum tamið sér betur lestur
og íhugan heilagrar ritningar, sem
varðar heill sálar hans.’’
Hinn frægi norski rithöfundur
Absalon Pedersen Beyer, prestur í
Björgvin (d.1574) ritaði bók á árun-
um 1567—1570 er hann nefndi: “En
sann Beskrivelse om Norigi” (sann-
orð lýsing á Noregi) og kemst þar
svo að orði: “Noregsríki liggur að
Rússlandi, Danmörku og Svíaríki;
auk þess liggja undir það mörg og
mikil skattlönd; er ísland meðal
hinna stærstu; er því deilt í tvö
biskupsdæmi, Skálholts og Hóla,
annað norðan, hitt sunnan lands. í
þessu landi er hraust þjóð, mennileg
og frjálsmannleg, vel fallin til þess