Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 136
102
TÍM'ARIT ÞJOÐR/RKNISFELAGS ÍSLENDINGA
að læra alls kyns listir. Með þeirri
þjóð er það almenn venja, að börn-
um sé kent að lesa og skrifa, bæði
konum og körlum; og ungum svein-
um er haldið að því að læra lögbók
landsins (hina svonefndu Jónsbók)
utanbókar; halda þeir báðuin hönd-
um á baki sér og greina lögbókina
alla eftir bálkum, þá eftir kapítulum
og inna síðan hvern kapítula eftir
greinum.’’
Þá skulum vér athuga hvaða
heimildir vér höfum íslenzkar og
hvaða upplýsingar að þær veita oss
um kunnáttu almennings er varðar
lestur og skrift.
Áður en bókaprentun var hafin á
íslandi, urðu börn vitanlega að
læra lestur á handrit. En með því
að öllum var nauðsynlegt að vera
vel kunnandi í landslögunum var
það mjög viðeigandi að nota hand-
rit Lögbókarinnar, sem oft voru
prýðilega skrifuð, sem stafrófskver
eða lesbækur. Vannst tvennt með
þessu. Fyrst það, að drengir lærðu
að lesa; hinsvegar, að þeir lærðu
lögin á ungum aldri utanbókar; var
þá síst að vænta að þau liðu úr
minni, enda jafnan tækifæri flestum
mönnum, á þeim tímum, að festa
lögbókar ákvæðin í minni. Um-
mæli A. P. Beyers, um að menn hafi
lært lestur á handrit Lögbókarinn-
ar eru staðfest með öðrum heim-
ildum. Til er, til dæmis í Árna
Magnússonar safni í Kaupmanna-
höfn, handrit af Lögbókinni (Jóns-
bók) er á er ritað: “á þessa bók
lærði ég, Jón Jónsson.’’ Þetta er
þó atriði er ekki venjulega hefir ver-
ið fært í letur, er handrit voru þann
ig notuð. Þá megum vér og geta
alþýðu rnanns á fyrra hluta 16.
aldar, er Bjarni Jónsson hét, er
heima átti á Snæfjallaströnd, engri
sérlegri bókmenntasveit, er hafði,,
fram að árinu 1532, afritað Lögbók-
ina eigi sjaldnar en 18 sinnum, að
því er hann sjálfur ritar, á lögbókar-
handrit, er hann skrifaði upp það
ár. Á 17. öld er þess getið, að
Gísli Jónsson í Melrakkadal (d.
1670), sem kallaður var galdra-
Gísli hafði afritað “lögbækur handa
Strandamönnum og seldi hverja 10
aurum.’’ Eftir þessu mætti virðasL
sem sumir menn hafi haft það að
atvinnuvegi, að afrita Lögbókina, og
er alveg furðanleg eftirsókn manna,
eptir Lögbókinni, á þessum útkjálka
héruðum (Snæfjallaströnd og Horn-
ströndum), og gæti það því skoð-
ast sem staðfesting, áðurgreindra
orða, A. P. Beyers.
Að menn notuðu handrit til þess
aö læra af lestur, auðkendi ekki
eingöngu tímabilið fyrir siðskiptin
því jafnvel eptir siðskiptin, eftir að
mikið var komið út prentaðra bóka,
eru dæmi þess að handrit voru not-
uð sem stafrófskver og lesbækur..
Jón Guðmundsson lærði, er var al-
þýðumaður, getur þess í “Tiðsfor-
drif,” að hann hafi í æsku, um
1580—1585, lært að lesa eptir hand-
riti er komið hafi frá Skálholti.
Þetta var og eðlilegra og hagkvæm -
ara að læra að lesa áihandrit;sá sem
lærði lestur á handrit, var læs á
skrift, en jafnframt með lítilli fyr-
irhöfn læs á prent. í handritum var
og miklu meira varðveitt, þess er
menn bæði þurftu og höfðu gaman
af að lesa, en á prenti, því um
fjöldamörg ár eftir siðskiptin var