Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 137
ENDUiRVAKNING ÍSLENZKRA FRÆÐA
103
naumast annað prentað á íslandi en
guðsorðabækur. Það var mönnum
því lykill að allskonar fróðleik og
skemtun, að kunna að lesa hand-
rit. Af þessum ástæðum sýnist því
svo sem að fylgt hafi verið hinni
gömlu, og að öllu leyti skynsam-
legri, aðferð í lestrarnámi, um all-
langt skeið, eptir siðskiptin.
Að hinu leytinu er erfitt um það
að segja, með nokkurri vissu,
hversu margir meðal almennings
voru skrifandi á þessum tíma, þó
hitt sé víst að meðan að kennt var
að lesa á liandrit hefir verið hæg -
ara um, að nema stafagerð, jafnvel
tilsagnarlaust.
Enn eru til allmörg handrit frá
16. og 17. öld, rituð af alþýðumönn-
um. En yfirleitt, þá sem síðar, hefir
allur þoiTi almennings eigi þurft að
tíðka þá list að mun. Þess má geta
í þessu sambandi, að mjög sjaldan
rituðu menn nöfn sín undir hand
rit eða skjöl, er frá þeim fóru. Það
er mjög fátítt fram um 1570 og
jafnvel fram um 1600, að nöfn sjáist
undir bréfum, ekki heldur votta
undir gerningum, né dómenda undir
dómum; menn notuðu innsigli í
staðinn. En það sem varðveizt hef-
ir af slíku tagi, bendir til, að með
alþýðu hafi haldist þá og lengi síð-
an, langt fram á 17. öld, einmitt hin
forna handritahönd, snarhönd; hið
þýzka rithandarlag (“fljótaskrift’’)
er tekur að smeygja sér inn um
miðja 16. öld, kemur helzt frani í
ritum lærðra manna, þó þá, er þeir
annað rita en Latínu. Lengi er þó
hið þýzka rithandarlag á íslandi,
með sérstökum íslenzkum blæ, sam-
blandað snarhandarlagi.
Eptir því sem hér er sagt, megum
vér ekki vænta fjölmargra sýnis-
horna af skrift-kunnáttu alþýðu-
manna á íslandi á 16. öld, en frá 17.
öldinni eru allmörg dæmi til, og
mun mega af þeim ráða hversu
þessari kunnáttu manna var farið
öldinni á undan. Það tíðkaðist þá,
að sóknarmenn er prestslaust var,
gáfu út köllunarbréf presti þeim til
handa, er þeir vildu hafa, eða til
þeirra leitaði um kosning. Bréf
þessi, að því er séð verður, voru
einvörðungu undirrituð af bændum
og þó ekki öllum, heldur þeim ein-
um er til sín vildu láta taka um
þetta. Af köllunarbréfum þessum,
er nokkur hafa varðveizt, fram til
þessa dags, verður það ljóst, að
furðanlega margir bændur hafa, á
þeim tíma, verið skrifandi, eða að
minnsta kosti kunnað að skrifa
nafnið sitt. í viðbót við þetta má
nefna arfhyllingar skjöl íslendinga
við Friðrik konung hinn Þriðja
1649, er undirrituð voru af fjöl-
mörgum bændum um land allt, er
einnig virðast styðja þessa skoðun.
Þá er að athuga lestrarkunnáttu
almennings á 16. öld. Af samtíðar-
rithöfundum skulum vér fyrstan
nefna séra Arngrím Jónsson hinn
lærða. í riti sínu “Crymogæa” bls.
29 segir hann, er hann ræðir um ís-
lenzka tungu, að það sé fyrst og
fremst fornum handritum að þakka
að tungan hefir varðveizt. Eftir
hans skoðun liljóta þá handritin að
hafa verið mjög almennt lesin, fyrst
áhrif þeirra voru svo máttug. Lestr-
ar kunnáttan er því af þjóðlegum
rótum runnin, beinum áhuga al-