Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 138
104
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
mennings, og löngun til þess að
kynnast fornritunum.
Hin sama skoðun kemur fram f
ritum Guðbrands biskups Þorláks-
sonar; til dæmis í fyrstu bókinni er
hann gaf út, “Lífsins vegur’’ eftir
Niels Hemmingsen og prentuð er á
Hólum 1575 og tileinkuð er Gunn-
ari Gíslasyni á Víðivöllum. 1 for-
mála bókarinnar kemst hann svo
að orði: “Og eftir því, minn frómi
Gunnar, að ég veit, það þér hafið
ást og elsku á guðsorði, eigi aðeins
sjálfir að lesa það og heyra, heldur
og einnig haldið yðar börnum og
fólki þar til að heyra og lesa þess
háttar guðlegar fræðibækur, hvert
hið sama er að sönnu embætti eins
góðs húsbónda, en eigi sem marg
ur gerir að láta í sínum húsum oftar
iðkast heiðinna manna sögur, rímur
og mansöngva, heldur en guðsorð,
hvar af ungdómurinn upptendrast
til lausungar og vonds lífernis, því
hefi ég eptir yðar bón og beiðslu
snúið þessari bók á íslenzku.’’ Af
þessu virðist mega ráða að sagna-
lestur (þ. e. íslenzkra fornrita í
handritum) hefir verið mjög svo
almennt tíðkaður á 16 öld og vafa-
laust með sama hætti og fram á
vora daga á kvöldvökunum:Einn les
en heimamenn sitja við vinnu sína
umhverfis liann og lilýða á sögur,
rímur eða kvæði, er Guðbrandur
biskup áfellir svo ákaflega í for-
málsoröum sínum áður nefndum,
Þannig virðast þá orð Guðbrands,
rímuniar, óvilji alþýðunnar á
því að varpa frá sér fornritunum, er
gengið höfðu í ættir svo árum eða
jafnvel öldum skipti, allt benda til
þess að almenningur á íslandi hafi
verið gagnkunnugur hinum fornu
bókmentum sínum og enga utanað
komandi hvöt þurft til þess að vekja
hjá sér áhuga fyrir þeim, þrátt fyiár
það, þó allflestir sagnritárar haldi
fram þeirri skoðun. En, ef til vill,
fegursti votturinn um menning al-
þýðu á síðustu áratugunum fyrir
siðskiptin er þó sá, að beztu rit-
höfundar þjóðarinnar eftir siðskipt-
in eru flestir óbreyttir alþýðumenn.
Það er ljóst að á íslandi eða rneðal
íslendinga sjálfra, er eigi um beina
endurfæðing eða endurvakning ís-
lenzkra fræða að ræða, á 17. öld
íslendingar iðkuðu hinar sömu
fræðigreinar, sér til yndis og ánægju
sem forfeður þeirra, fyrir þeirra
dag, höfðu iðkað öldum saman. Ást
þjóðarinnar á tungu sinni og forn-
ritum, elfdi þjóðernis tilfinningu
hennar, hélt þjóðlegum bókmentum
við lijá henni og leiðbeindi henni
við upptöku nýrra skoðana og
siða er til íslands fluttust; — í
stuttu máli, var drifhjól allra þjóð-
legra framfara. Þessi innri kraft-
ur, er sóttur var jafnt og stöðugt til
almennings, hefir frá fyrstu tíð, ver-
ið meginstoð hinnar íslenzku þjóðar.
Ef vér lítum á liina síðari hlið
þessa máls, hversu útlendingar fyrst
kyntust fornbókmentunum ís-
lenzku, verðum vér að leita á ís-
landi að orsökunum er til þess
leiddu, meðal íslendinga sjálfra, —
þó vitanlegt sé,að sérstakar ástæður
svo sem þjóðernisvakningin meðal
hinna tevtónsku þjóða hafi þar
hvatað málum.
Höfuð brautryðjandi á þessu
sviði var séra Arngrímur Jónsson
hinn lærði (f. 1568; d. 1648), er um