Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 139
ENDURVAKNING ÍSLENZKRA FRÆÐA
105
nokkurn tíma var skólameistari á
Hólum og svo síðar svo árum skifti
aðstoðar biskup (Coadjutor Epi-
scopalis), Guðbrands Þorláksson-
ar. Aðalorsökin til þess að hann
byrjaði að rita var sú, að út komu
á Þýzkalandi og Hollandi nokkur ó-
frægingar og rógburðar rit, eða
bæklingar, um íslendinga. Er þetta
•skýrt framtekið í hinu fyrsta riti
hans, “Brevis Commentarius de ís-
landia,’’ er prentað var 1593 og veit-
ir öllum útlendum fræðim. hina
ábyggilegustu vitneskju um ísland
og íslendinga, um sögu landsins og
hagi þess, yfir það heila tekið.
Bókin vakti eftirtekt, bæði á Þýzka-
landi og í Danmörku,svo að á hinum
næstu árum, að beiöni danskra að-
als- og fræðimanna, safnar Arngrím
ur saman og snýr á Latínu, öllum
þeim köflum, er finnast í íslenzkum
fornritum, er snerta sögu Norður-
landa. Þetta er fyrirferða mikið rit
og skiptist í fjögur sögurit, tvö
meiri, sögu Norðmanna og Dana
og tvö minni, sögu Svíaríkis og
Orkneyja. Rit þetta, er aldrei hef-
iv verið prentað, en varðveitt er í af-
riti í bókasafni Kaupmannahafnar
háskóla, var hinn mesti styrkur
þeim er gátu eða vildu nota það.
■einkum síðari höfundum svo sem
Óla Worm og Þormóði Torfasyni.
Ritverkasafn Arngríms má greina
Í tvo flokka; þau fyrst, er hann reit
til varnar samlöndum sínum gegn
ósanninda þvættingi útlendinga,
svo þau, er eingöngu eru sögulegs
efnis, en í þeim flokki er “Crymo-
gæa’’ lang mikilvægasta ritið; flyt-
ur það stutt yfirlit yfir hinar fornu
bókmentir vorar og sögu þjóðarinn-
ar niður til daga höfundarins. Auk
þessa átti Arngrímur bréfaskipti
við hinn nafnfræga danska fræði-
mann Ola Worm og útvegaði hon-
um margskonar fróðleik er Worm
birti svo aftur í ritum sínum. Á
þenna hátt vakti Arngrímur, með
hinum mikilvægu ritum sínum, út-
lenda fræðimenn til rannsókna á
fornritum vorum. Því hefir verið
haldið fram, að ýmsir rithöfundar
útlendir svo sem Christiern Peder
sen hinn danski (d. 1554) hafi haft
lítilsháttar kynningu af Heims-
kringlu Snorra Sturlusonar (Nor-
egskonungasögum); en það hefir
naumast verið nema nasasjón og
eigi meira. Eftir að Arngrímur
hóf ritstörf sín birtust tvær þýðing-
ar af Heimskringlu Snorra, önnur
eftir lögmanninn norska Matthias
Störsen, prentað 1594, en hin, eftir
prestin Peder Clausson Friis (er
einnig var Norðmaður), prentað að
tilhlutan Ola Worrns 1633. Þýðing-
ar þessar, þó lélegar séu, hafa vafa-
laust komið að einhverjum notum,
einkum sú fyrri.en liinni síðari fylgdi
viðauki og eru dregin þar saman
ýmisleg gögn úr ritum Arngríms.
En nafnið endurvakning eða end-
urfæðing, yfir þessa starfsemi, er
ótilhlýðilegt og villandi, því hvernig
átti það, er eigi var fætt í útlöndum
að endurfæðast þar? Fornritin
voru samin af Islendingum er nutu
þeirra, öldum saman, í kyrþey og
gerðu ekki hið minsta til, að kynna
þau öðrum þjóðum. En þegar loks
Norðurlanda þjóðunum er fengin
vitnezkjan um það, að í handritum
íslenzkum séu varðveitt gögn fyrir
þeirra eigin sögu, verður það örvun