Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 140
106
Tl-MARIT ÞJOÐRÆKNISPELAGS ÍSLENDINGA
hinni nýbyrjuðu bókmenta starfsemi
þeirra og rumskandi þjóðernis með.
vitund.
Oss íslendinga skiptir það minstu
máli, hvaða nöfn útlendir rithöfund-
ar nota, í ritum sínum, um stöðu
íslands í heimsbókmentunum, hvort
heldur er að fornu eða nýju, nema,
auðvitað, að því leyti sem það villir
um fyrir nútíðar höfundum íslenzk-
um. Hitt skiptir oss mestu máli,
að rétt sé skýrt frá tildrögunum, og
með því að vorum dómi áhrifa séra
Arngríms Jónssonar gæta þar mest,
leyfist oss, ef til vill, að geta rita
hans, með nokkurum almennum
orðum fram yfir það sem þegar hef-
ir verið sagt.
Áhrifa kennir frá ritum hans í
tvær áttir þótt náin tengsl séu á
milli.
Sem þegar hefir verið sagt, fá
útlendingar fyrst örugga og sanna
fræðslu um ísland og íslendinga
með ritum Arngríms. Fram að
þeim tíma höfðu menn ekki aðrar
sagnir af þjóðinni en hinn mark-
lausasta þvætting, er hugsast getur,
óhlutvandra skriffinna, er aldrei
höfðu til landsins komið, þekktu
þar ekkert til en höfðu sögur þess-
ar eftir sjómönnum. Það sýnist
svo sem sumir höfundar hafi haft
það þá að atvinnu, að rita ferða-
sögur af lítt kunnum löndum og
lýsingar af fjarlægum þjóðum; að
sá hafi verið aldarandi, að lesendum
almennast hafi þótt það gómsætast
er fáránlegast var og mest logið.
Finna má eigi ósvipað fyrirbrigði
þessu, nú á tímum, því í sumum
löndum virðast þær skáldsögumar
vera vinsælastur er æsa lesendurna,
mestan ófögnuð hafa að flytja og
þrúngnastar eru af frásögnum
hinna ægiiegustu hryðjuverka. Þá
er höfundunum helzt fjárvon er þeir
afla sér sem flestra slíkra sagna og
má svo hafa verið fyrir ferðasagna-
höfundunum fyrrum að þeir hafi
notað þenna lyga samsetning sér
til fjáröflunar.
Tilgangur séra Arngríms Jóns-
sonar með ritum sínum, var sá að
kveða niður ósannindi þessi er höf-
undar þessir höfðu dreift út um ís •
land; tókst honum það að nokkuru
leyti, þó að um daga hans og síðar
bóli á þessum gömlu fjarstæðum og
þeirra verði vart, jafnvel enn í dag,
í bókum er ritaðar eru um island.
Það sem kom Arngrími til þess að
rita, var eingöngu þjóðrækni hans,
því ekki veittu ritstörf hans honum
fé í aðra hönd, heldur hið gagn-
stæða, höfðu ritin oftast útgjöld f
för með sér og varð hann stundum
að ábyrgjast sölu á tilteknum ein-
taka fjöida, launin enda tíðum eigi
önnur en vanþakklæti samlanda
hans. En þjóðrækni Arngríms og
ættjarðarást kemur víða mjög fag-
urlega fram í ritum hans. Fegri
vottur ræktarsemi, en hin stöðuga
viðleitni hans, að þvo af þjóð sinni
þá bletti er útlendingar reyndu að
setja á hana með ruddalegum á-
lygum verður eigi fundin á þeim
dögum.
Til samanburðar mætti athuga
viðfangsefni beztu manna þá, á ís-
landi; vald kirkjunnar er að mestu
leyti komið í hendur konungs;
stjórnmálastarfsemi er á mjög lágu
stigi ;Alþingi hefir mist margra sinna
fornu forráða og þungamiðja lands-