Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 141
end.urvakning islenzkra fræða
107
(stjórnarinnar færst smám saman
þaðan og yfir í hendur konungs.
Sumir ágætustu menn þjóðarinnar
fundu sárt til þess, svo sem Jón lög-
maður Jónsson, og gerðu sitt til
þess, bæði að minna konung á forn
þjóðréttindi og stæla Alþingi til þess
að verjast yfirgangi konungsvalds-
ins. Sökum stöðu sinnar átti Am-
grímur erfitt með að koma opinber-
lega fram í flokki leikmanna er for-
göngu höfðu í þessum efnum, en að
hann var ekki ósnortinn af þeim
anda er hreyfði sér hjá Jóni lög-
manni, sýnir sig í því, hve fagur-
lega hann lýsir Alþingi hinu forna
og störfum þess og hag þjóðarinnar
á sjálfveldistímunum. Þjóðrækni
Arngríms lýsir sér og í hinum hrein-
skilnu ummælum hans eða ávörp-
um til konungs, um verzlunarhag
landsins, er koma fyrir í ritum hans
og jafnvel í formálunum að sumum
þeirra.
Arngrímur samdi ekkert hinna
mikilvægari rita sinna á íslenzku,
því þá hefðu þau eigi náð tilgangi
sínum. Hans er því ekki getið sem
höfundar í bókmentasögu íslands á
sama hátt og þeirra er á íslenzku
rituðu. En gildi ritverka hans
skipa honum samt sem áður, í önd
vegi íslenzkra rithöfunda sinnar ald-
ar. Hann ritaði ekki heldur á
dönsku, naumast bréf nema til væri
neyddur, ef bréfaskipti þurfti að
haifa við danska menn er h'tið eða
ekkert kunnu í Latínu. Ekki heldur
ritaði hann á Þýzku, þó tungu þá
kynni hann til fullrar hlítar. Öll
sín rit, hvort heldur voru sagna- eða
deilurit ritaði hann á Latínu ;á þann
eina hátt gat hann gert þau að-
gengileg fyrir alla mentamenn er
einhverrar fræðslu vildi leita sér um
ísland og íslendinga. í frásögn
sinni og rithætti er Arngrímur forn-
mentam. liinn mesti; en mál hans
mun þó flestum mönnum þykja
strembið og torskilið og helzt virð-
ist svo sem að hann, á síðari árum
orði frásögu sína sem þyngst. Ofan
á erfiðleika þessa, ef á þá er bæt-
andi, korna svo prentvillurnar, sem
úir af í ritum hans og önnur spjöll
er prentarar gerðu, þó að hann væri
listaskrifari, er stöfuðu af því að
liann gat ekki, sökum fjarlægðar
yfir farið prófarkir sínar sjálfur. Að
vísu gætir villna þessara mest í ís-
lenzkum nöfnum og oröum, en þó
eru þær ekki sjaldgæfar í latínu-
málinu sjálfu. Þá koma einnig
fyrir hinir sömu gallar hjá Arngrími
og finnast hjá hinum lærðustu sam-
tíðarmönnum lians erlendis, langra
útúrdúra er leiða lesandann oft
langa leið frá efninu. En eigi ó-
sjaldan sigrar hugvit hans þessa
aldarvenju og flytur hann yfir tor-
færurnar prýðir rithátt hans með
glæsilegum samlíkingum, gerir
hann þróttmikinn og breytilegan.
Einkenni þessi eru skýrust í deilu
ritum hans, t. d. “Antome Blef-
keniana”og“Brevis Commentarius.”
Lærdómur hans er einnig alveg ó-
þrotlegur; hann var ekki aðeins vel
að sér í íslenzkum fornritum og
sögu íslenzkrar þjóðar, sem á þeim
árum var aðeins unnt að kynnast í
handritum, heldur grískum og lat-
neskum höfundum, síðari tíma, er
snert höfðu við hinum ýmsu efnum
er hann taldi þörf á að nefna í rit
um sínum og voru mörg og sundur-