Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 142
308
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
leit. Þótti þetta þá prýði í ritum
lærðra manna og sýna á sem full-
komnastan hátt, lærdóm þeirra,
þó slík auglýsing á lærdómi og
endalausar tilvitnanir hljóti fremur
að hafa leitt athygli lesandans frá
efninu en að því, og myndu, ef tíðk-
aðar af höfundum nú á tímum,þykja
óþolandi. Þessir útúrdúrar, hjá
Arngrími, mega því skoðast frem-
ur sem einkenni aldarandans en
annmarkar á rithætti hans. Hver
veit líka nema að þessi sundurgerð
í rithætti hafi stækkað tilgang hans,
svo að útlendir fræðim. er lásu rit
Arngríms hafi ályktað að eigi myndi
sú þjóð sneydd allri menningu
er ætti sér til varnar slíkan mann,
að lærdómi og orðsnild, er fáir jöfn-
uðust við og engir bæru af, meðal
samtíðar rithöfunda, en allir hrós-
uðu einum rómi, að hjá væri sam-
einaðir báðir þessir kostir á hinn
glæsilegasta hátt. í augum núlif-
andi manna er þó mest vert um þá
kostina hve sannorður hann var, ná-
kvæmur og glöggskygn.
Það er gagnslaust að reyna að
gera sér hugmyndir um það, hvers
vér yrðum nú vísari um ísland, í
útlendum ritum, ef Arngrímur hefði
ekki ritað. Að vísu megnaði hann
ekki, að kveða niður allar missagnir
og staðleysur um þjóð sína; en eng-
inn hefir þó leyst af hendi stæxra
verk í þá átt, en hann, þó seinni tíð-
ar höfundar hafi þráfaldlega verið
til þess neyddir líka, að stinga út úr
því hleypidóma og fáfræðinnar
fjósi. Hin mikla frægð, er Arn-
grímur gat sér í lifanda lífi, hefir
<ekki dvínað.
Eg vil þá bæta við nokkrum orð-
um um þá hlið á ritstörfum Arn-
gríms, er að því veit, að kynna út-
lendingum íslenzkar bókmentir, að
ferðirnar er hann notaði og tildrög-
in er að því lágu.
Eigi fátt þeirra breytinga á ís-
landi er til bóta hafa þótt horfa,
hafa verið eignaðar siðskiptunum á
16. öld. Flestir fræðimenn munu
þó nú vera sammála um það, að
meiri hluti þessara breytinga hafi
ranglega verið rakinn til siðskipt-
anna, og munu höfundar nú á tím-
um tæplega h'ta svo á,-sem breytt
hafi þá verið um stjórn landsins til
bóta, inn á við eða út á við, né, að
vorri hyggju, fúslega dyrfast að
neita því að margt hafi farið for-
görðum í menningu þjóðarinnar, um
eða eptir daga siðskiptanna. (Þeim
er kynna vildu sér þetta mál frekara,
mætti vísa til ritverka minna um
siðskiptin á íslandi, þar sem það er
all ítarlega rakið). Þó er það eitt
mál er flestum fræðimönnum virð-
ist enn, sem eigna megi siðskiptun-
um, en það er hin svo nefnda “end-
urreisn’’ bókmenta vorra og er þar
með átt við það, geri ég ráð
fyrir, að bókmentirnar hafi frá þeim
tíma orðið nálega sérstök fræði-
gi’ein. Það er að vísu rétt, að segja
má að það falli saman að tímatali,
að hinn lutherski siður er orðinn
nokkurn veginn fastur á íslandi, og
að útlendir menn fara að gefa bók-
mentum vorum nokkurn gaum; en
það er hið eina band er með sanni
verður sagt að sé þar á milli. Eg
hefi þegar nefnt gögn, er sýna og
sanna, að hinar fornu bókmentir
vorar lifðu sæmilega góðu lífi meðal
þjóðarinnar fyrir, um daga og eftir