Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 143
ENDURVAKNING ÍSLENZKRA FRÆÐA
109'
siðskiptin. Sögur voru lesnar á
kvöldvökum, rímur kveðnar, kvæði
flutt, því þ'etta var hin almenna
skemtun þjóðarinnar, jafnt æðri
sem lægri, þá eins og nú. Sögu-
bækur og önnur handrit gengu að
erfðum frá föður til sonar, kynslóð
eftir kynslóð, og þóttu liinar mestu
gersemar. Jafnvel svo síðla sem
um 1600 segir Arngrímur í bréfi til
sagnaritarans Niels Krag að eigi sé
unt að fá menn til þess að láta af
hendi forn handrit, þeir varðveiti
þau eins og sjáaldur augans, og hið
sama segir séra Magnús Ólafsson,
nokkuru síðar í bréfi til Óla Worms.
Á íslandi verður því vart talað um
“endurreisn” bókmentanna, eins og
að framan er sýnt, fyrst þær voru
og höfðu allt af verið lifandi eign
almennings. Sízt af öllu verður
siðskiptunum eða forustumönnum
þeirra, eignuð þessi rækt þjóðarinn-
ar við fornrit sín, eða þá að þeir hafi
stutt að ritstörfum í landinu á forna
vísu, heldur hið gagnstæða. Það
má sanna, að sumir prestar hins
lútherska siðar voru svo óheyrilega
kærulausir, eða svo fullir trúarofsa,
að þeir létu brenna í haugum gömul
handrit.eins og átti sér stað á Helga-
felli skömmu eftir 1600, má vera af
ótta við kaþólska trú. Síður en svo
að þeir styrktu eða litu hýru auga
þessa bókaiðju þjóðarinnar, and-
mæltu þeir kröftuglega, svo sem
Guðbrandur biskup Þorláksson, er
áður var getið, sögulestri, rímna
kveðskap og öðru þessháttar sem
gagnstæðu guðrækilegu líferni og
góðum siðum.
Að sönnu má nefna það “endur-
reisn” eða endurvakningu að út-
lendingar byrja að gefa sig að rit-
um vorum árið 1600, en að eigna þá
“endurreisn’’ siðskiptunum, nær
ekki nokkurri átt; tilefnið er í raun
inni hinir 16. aldar höfundar, svo
sem Blefken og hans nótar, er mest-
an óhróðurinn rituðu um ísland. Er
rit þessi bárust íslendingum í hend-
ur urðu þeir ævareiðir og varð
gremja þeirra undirstaða þess að
þeir tóku að láta aðrar þjóðir vita
af sér. Má svo að orði kveða að
beztu menn þeirra gerðu þá með sér
samtök um að hrinda þessum á-
burði af þjóðinni og auglýsa hinum
siðaða heimi hversu háttað væri um
menning og mentir þjóðarinnar, og
hversu fráleitt væri að skipa henni
í flokk með villiþjóðum. Arngrím-
ur lærði gerðist nú oddviti þessara
talsmanna þjóðarinnar. Rit hans
flugu út um allan hinn mentaða
heim, voru ýms þeirra prentuð hér
og hvar í útlöndum. Jafnframt
þessu þýddi hann sögurit vor fyi’ir
nafntogaða danska fræðimenn, er
birtu bi’ot úr þeim í ritum sínum.
Má því segja að Arngrímur hafi
orðið fyrstum manna til þess að
opna augu útlendinga, einkum þó
frænda vorra á Norðurlöndum, fyr-
ir þeim fjársjóðum er handrit vor
hafa að geyma, enda má segja að
upp frá þeim tíma verði íslenzk rit
í almennum skilningi að sérstakri
fræðigrein. En til þess að geta
lagt stund á þessar bókmentir urðu
útlendir fræðimenn að eignast að-
gang að ritum þessum er nálega
voru öll að finna á Íslandi. Þangað
urðu þeir því að venda til þess að fá
frumgögnin eða eftirrit þeirra, og
þangað urðu þeir, vitanlega, að