Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 144
110
TlMARIT ÞJ0T)RÆKNISFELAGS ISLENDINGA
sækja menn til þess að kenna sér
að nota ritin og — eigi ósjaldan —
að semja fyrir sig ritverkin er við
þau studdust er frelsa skyldi nöfn
þeirra frá ævarandi gleymsku. Á
síðari öldum hefir það og tíðum
þorið við, að útendir fræðimenn, er
telja sig vera höfunda bóka er
byggja á íslenzkum heimildum, hafa
lítið gert annað en að kosta prent-
unina, setja nafn sitt á titilblaðið
en einhver íslendingur, oftast ó-
nafngreindur, verið látin leggja til
efnið.
Eftir að útlendingar komust á
snoðir um að á íslandi væru rit er
vert væri að kynnast, hófst útflutn-
ingur handrita, til Danmerkur,
dræmt nokkuð í fyrstu, því menn
voru tregir til að varpa frá sér fom-
um ættargersemum. En ekki leið
á löngu þangað til Danakonungar
fóru að hafa hönd í bagga og safna
handritum fyrir sjálfa sig og senda
menn til landsins í því skyni; gengu
þeir svo langt í þessu efni að þeir
gáfu út fyrirskipanir, um söfnun-
ina er eftir það varð öllu greiðari.
Næstir komu Svíar, er ekki létu
sitt eftir liggja, og hélt þannig á-
fram útflutningur íslenzkra hand-
rita um langt skeið.
Það er næstum broslegt, en þó
engu að síður satt, að fyrstu kynni
útlendra höfunda af bókmentum
vorum — eins og sýnt hefir verið—
eru sprottin af gremju íslendinga
sjálfra, yfir níðritunum er um þá
voru samin; rekja má að þessum
upptökum nám erlendra þjóða á
íslenzkum fræðum.
Neyddur til varnar gegn ill-
ræmdum sakaráburði útlendra rit-
snápa skapar Arngi-ímur hinn lærði
nýja fræðigrein, er síðan hefir hald-
iö sigurför um öll tevtónsk lönd, að
minnsta kosti. Aðal brautryðjend-
ur hennar, svo sem Oli Worm og
Resen meðal Dana, Þormóður
Torfason meðal íslendinga, Rud-
beck og Verelius meðal Svía o. fl.,
eru, allir til samans, lærisveinar
Arngríms Jónssonar hins lærða.
Með hinu framanskráða, hefir í
stuttu máli, en nægilega skýru, áð
vér vonum, verið reynt að gera
grein fyrir hinni nýju fræðistefnu,
frá sjónarmiði íslendinga, en sá var
höfuð tilgangur vor með ritgerð
þessari. Fornritin íslenzku varð-
veita ekki eingöngu mesta kynstur
af efni, er kemur við fornaldasögu
Norðurlanda, þar sem áhrifa þeirra
gætir einna mest, og sænskur rit-
höfundur lýsir með orðunum: “Eng-
in útlend rit hafa haft jafn mikil
og djúptæk áhrif á bókmentir vor-
ar;’’ heldur eru þau sá nægta brunn
ur er ausa má af allskonar fróð-
leik um þjóðháttu forn-Germana og
yfirleitt menningu tevtónskra þjóða.
Þjóðir þessar fara þó ekki af al-
huga að stunda fornritin fyr en við
byrjun 19. aldar, þó síðan hafi þær
lagt meiri rækt við þau — einkum
Þjóðverjar — en flestar fræðigrein-
ar aðrar. Árangurinn af námi þessu
fyrir bókmentir veraldarinnar,, en
sérstaklega fyrir bókmentir tev-
tónskra þjóða, síðan á 17. öld, ef
rakin væri til fullrar hlítar myndi
veita efni í stóra bók. En það er
utan við ætlunarverk þessarar rit-
gerðar. Þó verður ekki gengið
framhjá einni hlið þessa máls,
þeirri, er veit að mentun og menn-