Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 145
ENDURVAKNING ÍSLENZKRA FRÆÐA
111
ingu þjóða þessara, er hin nýja
stefna á upptök sín hjá, jafnframt
því sögu og þjóðmálaviðhorfi er
drottnað hefir þá í löndum þessum,
en þó skal aðeins á það drepið.
Að íslendingum einum undan-
skildum áttu Norðurlandaþjóðirnar
sama sem engar innlendar bókment-
i er hlúð gæti að menningu þeirra
og þjóðernismeðvitund. Af þess-
um ástæðum töpuðu Danir og Svíar
tungunni og Norðmenn smám sam-
an. Snéru Danir og Svíar huga
sínum að suðrænum skólamanna-
fræðum og fornmentum (einkum á
14. öld) og afræktu að öllu leyti
sögu sína og þjóðlegar mentir.
Hefði þjóðernismeðvitund Norð-
manna verið vel vakandi hefðu þeir
ásamt íslendingum getað notiö
fornritanna í'slenzku, löngtu fram
yfir þá daga að hinar þjóðirnar
skildu þau ekki, því tungunni töp-
uðu þeir ekki fyr, en um eða eptir
miðja 16. öld, þó mjög taki henni
að hnigna löngu fyrir þann tíma.
En það var öðru nær en svo væri.
Hinir fáu fræðimenn Norðmanna
■er uppi voru um þetta leyti sömdu
rit sín á Latínu eða Dönsku,varð því
almenningi enginn stjrrkur að þeim,
er til lengdar lét, til þess að verja
tungu sína og menningu fyrir út-
lendum áhrifum og afturför.
Á Dani og Svía hafði fornmenta-
stefnan er breiddist út með siðskipt
unum hin djúptækustu áhrif. (Að
Norðmönnum verður vikið síðar).
í allflestum löndum, þar sem
lögð var stund á sagnaritun var
tíðkaöur hinn svonefndi annálastíll.
Á fornmentaöldinni, er rnenn fóru
að leggja stund á grísk eða latnesk
sagnarit, breyttist þetta. Sagna-
ritarar tóku að vanda framsetningu
sína, fegra ritháttinn og keppa að
því, að leiða fram menn og at-
burði, sem hefðu þeir þá lifandi
fyrir augum. Sagnaritun var þá
og lengi síðan talin til skáldmenta
og lista. Samhliða þessu var ætlast
til að sagan væri til einhverra nytja,
og söguritaranum því ætlað að
gæta þess, að skýra svo frá atburð-
um alment að gagn mætti hafa af
frásögunni, til dæmis, í stjórnmál-
um, hermálum og öðru, af því tagi.
Samkvæmt þessu bar því sérstak-
lega að gæta samhengis, orsaka og
afleiðinga. í samræmi við þessar
kenningar skýrðu sagnaritarar frá
atburðum sinnar tíðar. Samfara
þessari endurreisn foammentainna,
var þjóðernismeðvitund manna vak-
in, er krafðist frásagna um fyrri
tíðir. Þar á voru víða miklir erfið-
leikar, jafnvel óyfirstíganlegir, en á-
sumum tímabilum hjá sumum þjóð-
um gætti þeirra ekki, þar sem fyr-
ir voru efnismiklar sögulegar heim-
ildir eins og hið mikla latneska
sögurit Saxa í Danmörku. Þegar
svo var ástatt, var sagnariturum
nokkurnvegin auðvelt að fullnægja
þessum tveimur kröfum, um list
og nytsemi, en þar sem slíkar heim-
ildir þraut, lentu höfundar í stöku
ráðaleysi, en létu þó eigi þar við
sitja. Rak þjóðarmetnaður þeiiTa
þá á eftir, en við það komust sumir
út í hinar verstu ógöngur og öfga.
Þetta á þó helzt við um þá er rita
hugðust frumsögu þjóðanna; beittu
þeir þá oft hinum fáránlegustu að-
ferðum, skældu orð og staðanöfn úr
fornritunum og tengdu saman, til