Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 150
Eftir dr. Sigfús Blöndal
Áhrif íslenzkra bókmenta á bók-
mentir annara þjóða er umfangs-
mikið viðfangsefni, sem allmargar
merkar bækur og ritgjörðir hafa
verið samdar um af fræöimönnum
ýmsra þjóða, enda þótt enginn hafi
reynt að fjalla um það í heild sinni
—og enn er margt órannsakað.
í þessari stuttu ritgerð fæ ég
ekki komið við að drepa á annað én
mest áberandi atriði þessara áhrifa,
og helztu rithöfunda.
Að sjálfsögðu gætir áhrifa ís-
lenzkra bókmenta fyrst sem lifandi
máttar meðal Norðurlandaþjóða.
íslendingar, sem erlendis fóru,
fluttu sem vænta mátti mikið með
sér af skáldskapararfi þjóðar sinn-
ar, er svo stóð á, að tunga þeirra
var því nær nákvæmlega hin sama
og tunga móðurlandsins, Noregs, og
lítt frábrugðin máli Danmerkur og
Svíþjóðar. Hirðskáld Norðurlanda
voru tíðum íslendingar og gætti á-
hrifa þeirra, og síðar íslenzkra
söguritara, mjög í Noregi; og á 13.
öld viðurkennir hinn lærði danski
sagnfræðingur, Saxo Grammaticus,
þá þakklætisskuld, er hann standi
í við íslenzka sögumenn, er hann
hafi kynst, og eru oss jafnvel kunn
nöfn sumra þeirra.
En í byrjun 14. aldar versna að-
stæður að mun. Tunga móður-
landsins og bræðraþjóðanna breytt-
ist mikið, en ísland varðveitti mál
sitt og hélt uppi fornum bókmenta-
legum háttum. Árangur af þessu
varð sá, að þjóðir þeirra landa, er
íslandi voru nákomnust, fengu ekki
lengur notið hinna miklu bókmenta
þess. Nórðmenn, Danir og Svíar
sögðu allir skilið við fortíð sína;
hugsunarhátturinn breyttist með
nýjum tungum, fékk á sig meiri
Norðurálfu- og alþjóðasvip, en veg-
legar erfðir forfeðra þeirra geymd-
ust og voru í hávegum hafðar—án
þess að þeir hefðu hugmynd um—á
fjarlægri eyju, er fyrirlitin var fyrir
sakir fátæktar og menn hugðu
bygða af óþriflegum, hjátrúarfull-
um mönnum, enda væri þaðan inn-
angengt til sjálfs Vítis.
Þessar ástæður breyttust smátt
og smátt er fræöimenska raknaði
við á Norðurlöndum á 17. öld. Arn-
grímur Jónsson lærði (1568—1648)
lauk upp augum margra fræði-
manna í Evrópu fyrir verðmætum
fornra bókmenta vorra og sögu, og
þrír danskir afbragðs fræðimenn,
Worm, Resen og síðar hinn frægi
Thomas Bartholin, létu heiminum
í té, með aðstoð íslenzkra manna,
þýðingar af nokkrum afbragðsverk-
um fornbókmentanna og rituðu á-
gætar bækur um mikilvægi þeirra.
Sérstaklega er ástæða til þess að
minnast Bartholins fyrir rit hans á
latínu “Um orsakir hugrekkis Dana
að fornu,” sem þekt varð víða um
slóðir. Eigi má heldur gleyma í
þessu sambandi verkuni ýmsra á-
gætra fræðimanna sænskra (en um