Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 152
118
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
legum íslenzkum bragarháttum.
Stundum tókst honum þetta mjög
vel, eins og í kvæðaflokknum um
“Harald Hilditönn” (1810) þar sem
hann notar þrennskonar mismun-
andi bragarhætti, er hann hafði
fengið úr íslenzkum miðaldakveð-
skap (rímum). Engar rímur voru
þá til í þýðingum og hefir hann því
að líkindum kynst þeirn fyrir at-
beina íslenzkra manna í Kaup-
mannahöfn, og þykir mér senni-
legast, að fræðimaðurinn Þorleifur
Guðmundsson Repp hafi vakið at-
hygli hans á þessum sérstaka skáld-
skap. Repp var vinur mágkonu
hans, frú Rahbek, en hjá henni var
svo gestkvæmt af bókmentamönn-
um, að frægt var, og hlýtur Öhlen.
schlager að hafa kynst honum þar.
Naumast er unt að gera of mikið
úr áhrifum Öhlenschlagers á and-
legt líf og bókmentir þjóðar sinnar.
Og litu samtíðarmenn hans svo á,
að eigi væri minst um vert, hversu
lofsamlega honum hefði tekist með-
ferðin á norrænum yrkisefnum, er
hann hafði þegið frá íslenzkum
fræðum. Einn ágætastur fræði-
maður, er Danmörk liefir alið, N.
M. Petersen, kveður svo að orði um
verk Öhlenschlagers:
“Ritverk Öhlenschlagers hafa haft
óendanlega mikil áhrif í landi þessu,
einkum fyrir þá sök, að hann gerði
minningar fomaldar vorrar og goð-
sagnir Norðurlanda lifandi fyrir
hugskotssjónum þessarar kynslóð-
ar. Hann mælti: Vakna, þú þræll,
er húkir sljór í ösku farinna alda!
Hann afrekaði því á hálfri öld, er
erlendar goðsagnir og latneskir
stílar höfðu eigi áorkað á þremur
öldum — hann vakti sál þjóðar
sinnar, svo að hún fékk meðvitund
um sjálfa sig og horfir nú í áttina
til frelsissólarinnar. Drottinn blessi
hann!’’
Samtímis Öhlenschlager og eftir
hans dag var annar merkur dansk-
ur rithöfundur uppi, Nicolai Fredrik
Severin Grundtvig (1783—1872), er
síðar varð nafnfrægur trúarlegfur
leiðtogi og höfuðsálmaskáld Dana
á síðari tímum, og hratt auk þess af
stokkunum lýðskólahreyfingu nú-
tímans, sem svo farsæl áhrif hefir
haft á Norðurlöndum. Grundtvig
var fróður maður og gat lesið ís-
lenzk rit á frummálinu. í skáldskap
sínum glímir hann sumstaðar við
efni úr íslenzkum bókmentum, én
yfirleitt verður ekki annað sagt,
en að meðferð hans sé lakari en
Öhlenschlagers, er var miklu fær-
ari listamaður. En lærdómi Grund-
tvigs er reistur varanlegur bauta-
steinn þar, sem er þýðing hans á
Heimskringlu Snorra (1818 —
1822), — auk þess þýddi hann
kvæði Beowulfs úr engil-saxnesku
og Gesta-Danourm eftir Saxa. Þýð-
ingar Grundtvigs eru taldar sígild-
ar í síðari tíma bókmentum Dana,
sökum kjarkmikils og mergjaðs
stíls; en því miður er þessi rithátt-
ur, sem svipar oft til alþýðlegs máls,
næsta ólíkur orðalagi Snorra. En
frábær áhrif Grundtvigs á sam-
landa sína, einkum bændurna, og
áherzlan, sem hann hefir lagt á
gildi íslenzkra bókmenta til þess að
rækta föðurlandsást og gera for-
tíð þjóðarinnar lifandi fyrir hug-
skotssjónum núlifandi kynslóðar,
hefir valdið því, að fornsögurnar