Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 153
ÁHRIF ÍSLENZKRA BOKMENNTA
119
og Eddurnar eru nú skyldunáms-
grein í öllum lýðskólum á Norður-
löndum. En það er meðal lýðskóla-
manna í Danmörku, sem ísland hef -
ir jafnan átt og á enn marga sína
beztu og tryggustu vini.
í þessu sambandi verður að minn-
ast tveggja dansla-a fræðimanba,
því að starf þeirra við þýðingar og
útgáfu íslenzkra rita var mjög mik-
ilsvert. Hinn fyrri er Niels Mathias
Petersen (1791—1862), er þýddi ís-
lendingasögur, höfundur margi’a á-
gætra rita um norræna goðafræði
og bókmentasögu, en hinn síðari er
Carl Christian Rafn (1795—1864)
stofnandi hins Konunglega nor-
ræna fornfræðafélags og útgefandi
°g þýðandi hinna helstu rómantisku
sagna. Verk þessara manna, ásamt
dönskum og latneskum þýðingum
af íslenzkum fornritum, sem ýmist
hafa verið gefin út af Fornfræða-
félaginu eða stjórn Árna Magnús
sonar safns hafa stuðlað mjög mik-
ið að útbreiðslu þekkingar á þess-
ari sérstöku grein norrænna fræða.
Þýðingar N. M. Petersens mega
teljast alþýðurit í Danmörku, enda
þótt hann noti oft svo fornlegt mál,
að sögurnar virðast fyrir þá sök
úreltari en þær í raun og veru eru.
Mentaður nútímamaður, er les
þessar gömlu frásagnir á frummál-
inu, furðar sig oft á því, hve mikill
nútímasvipur er á þeim á fleira en
eina lund. En fjarlægðin í tíma og
að hugsun verða tilfinnanlegri er
lesnar eru þýðingar, þar sem stælt
er fornt mál og stíll, svo sem í þýð-
ingum N. M. Petersens á dönsku og
William Morris og Eiríks Magnús-
sonar á ensku.
Margvísleg málfræðisrit h i n s
mikla málfræðings Rasmus Rasks
(1787—1832) léttu einnig mikið
undir íslenzkunám á þessu tíma-
bili.
Arfþegar Öhlenschlagers, er mjög
sigldu í kjölfar hans um meðferð á
íslenzkum yrkisefnum voru þeir
Poul Martin Möller í sögunni
“Eyvindur skáldaspillir’’ og einkum
J. C. Hauch, eitt fremsta skáld og
skáldsagnahöfundur Dana á 19. öld,
í tveimur ágætum ritum, “Saga Þor-
valdar víðförla” og “Halldórssaga,’’
og styðst hin síðari við íslenzkar
munnmælasögur um Halldór
Snorrason. Þá kennir íslenzkra á-
hrifa einnig í ritum eftir Carl Bag-
ger og síðar í verkum J. P. Jacob-
sens, er endurritaði Kormákssögu.
—Á síðari hluta nítjándu aldar má
geta um tvö dönsk höfuðskáld, er
mjög leituðu í íslenzkar heimildir,
Holger Drachmann í ágætu leikriti
sínu, “Hallfreður vandræðaskáld,”
er studdist við íslenzka sögu um
samnefnt skáld, Edvard Brandes í
“Ásgerður,” þar sem áhrifin frá
Sæmundareddu og Njálu: eru eink-
ar ljós, sérstaklega í kvenlýsingun-
um. — Hér má einnig geta urn
fagra skáldsögu úr íslenzku nútíma-
lífi, “Gegnurn brirn og boða,” eftir
Carl Andersen (1828—1883), er
hlotið hafði mentun sína á íslandi
og unni landinu og þjóðinni. Önn-
ur dönsk skáldsaga úr íslenzku nú-
tímalífi, en næsta ólík að svip, er
“i fótspor Messíasar” eftir frú Thit
Jensen, þektan kvenrithöfund, en
þar logar áköf heift til alls þess, er
íslenzkt er. Yfirleitt má segja að
dönskum rithöfundum hafi fund-