Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 155
ÁHRIF ÍSLENZKRA BÓKMENNTA
121
gegn lögfestingu mótmælaenda-
trúar og ágangi konungsvalds-
ins. Á vorum dögum bera
skáldsögur hins fræga kven-
rithöfundar, Sigrid Undset (f. 1882),
er þegið hefir Nobels verðlaun, vott
um að hún er gagnkunnug hinum
fornu sögubókmentum. Einkum
kemur það í ljós í “Kristín Lavrans-
dóttir,” (1920—'1922), höfuðriti
hennar, og einnig í “Ólafur Auð
unnarson,” en þetta eru hvoru-
tveggja frásögur úr norsku lífi á
14. öld. Ein af fyrri sögum hennar
“Víga-Ljótur og Vígdís” er lýsir
sérkennilegum og sorglegum á-
rekstri manna, er mjög nákvæm
eftirlíking af Islendingasögum.
Allmörgum íslenskum sögum,
sérstaklega frá hnignunartímabil-
inu, var snúið á sænska tungu á
miðri 17. og öndverðri 18. öld.
Sænskir sagnfræðingar og forn-
fræðingar litu á sumar þeiri’a sem
heilagan sannleika og töldu þær
bera vott um dásamlega fortíð Sví-
þjóðar. Kynja-sagnfræðin, sem
studdist við þessar sögur, nær há-
marki sínu hjá Olaf Rudbeck eldra
(1630—1702) í hinu fræga riti
lians Atlantica. Johan Peringskiöld
(1654—1720) gaf fyrstur út Heims-
kringlu Snorra, og annað mikils-
vert verk sænskrar fræðimensku
var “Norrænar hetjusögur” (Nord-
iska Kampadater) eftir Björner, er
út var gefið 1737. Var þar texti á
frummálinu og sænskar þýðingar
af ýmsum rómantiskum sögum.
Bók þessi náði almennri hylli og
hafði mikil áhrif. En áhrif íslenzkra
bókmenta á sænskan skáldskap
verða ekki magnmikil fyr en á
fyrstu áratugum 19. aldar, er róm-
antiska stefnan komst í öndvegi og
Öhlenschlager tók að tendra áhug-
ann, en rit lians voru alt eins vin-
sæl í Svíþjóð og í Danmörku.
Flokkur snjallra rithöfunda, er kall-
aðir voru “Fosforistar” eftir nafn-
inu á aðalmálgagni sínu, studdi
hreyfinguna dyggilega, ekki síst for-
ingi þeirra, P.D.A. Atterbom (1790-
1855). En aðrir flokkar og bók-
mentastefnur urðu einnig fyrir á-
hrifum af dásemd hinna fornu bók-
menta, og fyrir því sjáum vér, að
meðal aðdáenda þeirra og fylgis-
manna eru höfuðskáld og rithöf-
undar Svía á öndverðri 19. öld, Erik
Gustaf Geijer, Per Henrik Ling og
Esaias Tegnér (1782-1846), rnesta
skáld Svíþjóðar á þessu tímabili.
“Friðþjófssaga” hans, sem studdist
við gamla íslenzka sögu, var fyrst
gefin út 1825 og skipaði honum um
leið á bekk með beztu skáldum
Norðurálfunnar. Enginn kvæða-
flokkur, er stuðst hefir við íslenzkt
rit, liefir orðið eins vinsæll víðsveg-
ar um Norðurálfuna eins og þessi,
og bera fjölmargar þýðingar á
margvíslegum málum vott um það.
Auk þess, sern efnið sjálft var skáld-
legt og aðlaðandi, ruddi Tegnér nýj-
ar brautir í yndislegri bragsnild, því
að næmleiki hans á stíl og kveð-
andi var með afbrigðum.
Enda þótt margir nafntogaðir
sænskir rithöfundar hafi orðið fyrir
áhrifum af íslenzkum bókmentum
eftir daga Tegnérs, og tekið sér ís-
lenzk yrkisefni, verður ekki ságt, að
nokkur þeirra hafi staðið honum
jafnfætis. Á síðari helniingi 19.
aldar gaf A. U. Baath (1853.1912)