Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 156
122
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
úí. ágætar þýðingar af nokkrum
beztu íslendingasögunum, og notar
hann einnig í sumum kvæðum sín-
um íslenzkar þjóðsagnir frá síðari
tímum. Hin frábæra skáldkona
Selma Lagerlöf (f. 1858) notar á
mjög áhrifamikinn hátt hið stór -
felda kvæði Bjarna Thorarensen,
Sigrúnarljóð, í hinni ágætu skáld-
sögu sinni “í banni” (1918).
Einkennilegt er, hve lítil áhrif
bókmentir íslands hafa haft í Þýzka-
landi, þegar þess er gætt, hve landið
hefir lagt til marga afbragðs fræði-
menn, málfræðinga og fornfræð-
inga, svo sem Konrad von Maurer,
Mullenhoff, A. Heusler o. fl., sem
verið hafa hinir dyggustu vinir ís-
lands og lagt drjúgan skerf til vís-
indalegrar rannsóknar á sögu vorri,
tungu og bókmentum að fornu og
nýju, jafnframt því, sem aðrir þýzk-
ir fræðimenn og vísinda hafa rann-
sakað náttúrusögu landsins. Á 18.
öld viðurkendi hinn mikli Herder að
fullu, skáldskapargildi hinna fornu
bókmenta vorra, og í byrjun
nítjándu aldar ritaði F. de la
Motte Fouque margar bækur,
þar sem kennir mjög áhrifa frá
íslenzkum þjóðsögnum, og jafnvel
sjálf yrkisefnin stundum íslenzk.
Mesta frægð hlutu hinar löngu
skáldsögur, “Ferðir Þjóðólfs íslend-
ings’’ og “Hetja Norðurlanda’’, þrí-
þætt saga um Sigurð Fáfnisbana.
Allmikill þróttur er í sögunni, en
margur ritrýnir nútímans mundi að
líkindum taka undir orð Heines um
kappann: “Hann er sterkur eins og
fjöll Noregs og hamslaus eins og
hafið umhverfis landið. Hann hefir
hundrað ljóna hugrekki og tveggja
asna vitsmuni.” — Vert er að taka
eftir því, að Richard Wagner fer eft-
ir íslenzku sögninni í Niflungahring
sínum, en ekki eftir hinu þýzka
Niebelungenlied. — Af nútímarit-
höfundum þýzkum má geta um
Theodor Fontane (1819-1898), sem
liefir haft nokkura þekkingu á ís-
lenzkri tungu og bókmentum. En
ekki er ósennilegt, að hinn mikli á-
liugi á öllu því, sem íslenzkt er, sem
nú er sýnilegur í Þýzkalandi, og
hinar kappsamlegu þýðingar úr ís-
lenzku, “Thule” einkum bera vitni
um, muni á sínum tíma bera mik-
inn ávöxt. Þá hafa og verk fræði-
manna eins og Austurríkismannsins
J. C. Poestion og Paul Hermanns
stuðlað mjög mikið að því að vekja
áhuga fyrir íslandi nútímans.
Áhrif íslenzkra bókmenta á aðrar
þjóðir á meginlandi Norðurálfunnar
hafa verið litlar — raunar því sem
næst engar. Á ítalíu leggur Leopardi
íslenzkum ferðamanni í munn mál
svartsýni sinnar í hinu fræga riti:
“Samtal íslendings og náttúrunnar’’
Að líkindum hefir hann fengið hug
myndir sínar um náttúru íslands og
þjóðarsiði úr frönskum og þýzkum
þýðingum af Ferðasögu Eggerts
Ólafsonar. í frönskum bókmentum
eru íslenzkar lýsingar nokkuru
betri, og stafar það af því, að nokk-
ur íslenzk rit liafa verið þýdd á
frönsku, og eins hinu, að franskir
vísinda og ferðamenn hafa komið til
íslands og ritað verðmætar bækur
um landið og bókmentir þess. Mun
verka þeirra Gaimard og Marmier
ávalt minst með þakklátum hug af
þjóð vorri. En áhrif þeirra á fransk-
ar bókmentir eru naumast teljandi.